Bókamerki
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Ég veit ekki hvað kom yfir mig í gær en ég fór í einu búðina sem selur hannyrðir hérna á Hornafirði (og ekki er nú úrvalið þar neitt til að hrópa húrra fyrir, en allt er hey í harðindum :-) ) og ætlaði að kaupa borða til að búa mér til bókamerki. Jú það var til sem og lítil kit til að gera bókamerki frá Permin, og haldiði að mín hafi ekki bara fjárfest í einu slíku. Já, svei mér þá.. Svo byrjaði ég á herlegheitunum í gærkvöld og kláraði núna áðan.
Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga á bókamerkjum er að ég hef skráð mig í bókamerkjaskipti og þarf því að sauma eitt slíkt og fæ eitt bókamerki í laun. Ekki slæmt :-) Þetta listaverk sem ég kláraði núna í kvöld verður samt ekki svo frægt að fá að ferðast um heiminn, heldur hef ég gefið móður minni það. Ég hef annað í hyggju fyrir þessi skipti. Það kemur bara í ljós seinna hvað það er.
Ásamt því að sauma aðeins í bókamerkinu í gærkvöldi tók ég nokkur spor í Mill Hill kittinu. Það voru nú engin ósköp þannig að mér fannst ekki taka því að festa það á filmu. En þetta er allt í áttina :-)
Svo fékk ég pakka frá útlöndunum, var nefnilega að panta frá Sew and So. Það var nú ekki stór pöntun, en meðal þess sem kom var harðangurskit. Sonja var búin að kaupa sér svona kit en við vorum að tala um það í Allt í Kross klúbbnum að það væri nú gaman að læra þessa tækni. Nú er ég sem sagt líka komin með svona kit en ég ætla ekki að byrja á því strax. Vantar smá þor til að taka skrefið til fulls :-)
Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga á bókamerkjum er að ég hef skráð mig í bókamerkjaskipti og þarf því að sauma eitt slíkt og fæ eitt bókamerki í laun. Ekki slæmt :-) Þetta listaverk sem ég kláraði núna í kvöld verður samt ekki svo frægt að fá að ferðast um heiminn, heldur hef ég gefið móður minni það. Ég hef annað í hyggju fyrir þessi skipti. Það kemur bara í ljós seinna hvað það er.
Ásamt því að sauma aðeins í bókamerkinu í gærkvöldi tók ég nokkur spor í Mill Hill kittinu. Það voru nú engin ósköp þannig að mér fannst ekki taka því að festa það á filmu. En þetta er allt í áttina :-)
Svo fékk ég pakka frá útlöndunum, var nefnilega að panta frá Sew and So. Það var nú ekki stór pöntun, en meðal þess sem kom var harðangurskit. Sonja var búin að kaupa sér svona kit en við vorum að tala um það í Allt í Kross klúbbnum að það væri nú gaman að læra þessa tækni. Nú er ég sem sagt líka komin með svona kit en ég ætla ekki að byrja á því strax. Vantar smá þor til að taka skrefið til fulls :-)
2 Comments:
« back home
Skrifa ummæliFrábært að þú sért búin að kaupa það. Ég er einmitt búin að vera að byggja upp þor til að byrja á því að undanförnu. Ég er búin að lesa allar leiðbeiningar vel og vandlega og lýst ekki smá vel á þetta. Það væri náttúrulega draumur í dós að við gætum unnið þetta samtímis og hvað þá hlið við hlið. Aldrei að vita!
Æðislegt bókamerki!
Ég þarf einmitt að fara að spjalla við mömmu um þessa kennslustund sem að hún ætlaði að vera með fyrir þær sem að vilja læra þetta og komast.
Ég þarf einmitt að fara að spjalla við mömmu um þessa kennslustund sem að hún ætlaði að vera með fyrir þær sem að vilja læra þetta og komast.