Í lok stuttrar helgar..

sunnudagur, júlí 17, 2005
Þá er þessi helgin að verða búin og ég er sama og ekkert búin að sauma. Jæja, ég lýg því, en ég hefði viljað sauma meira, það er engin lygi :-)

Tatty Teddy er kominn með blöðruna sína og það mótar fyrir fótunum á honum núna. Mikið svakalega er mikill afturstingur á honum, úff bara! En ég held því enn og aftur fram að þetta munstur er ekki gott.. maður þarf að giska og jafnvel skálda bara hvaða litur er undir öllum þessum aftursting. Ekki gott að mínu mati. En hann verður vonandi sætur fyrir því.

Kannski ég nái að sauma eitthvað í kvöld, en það verður sko ekki litli snjáði bangsi, er búin að fá nóg af honum í bili, saumaði aðeins í honum í dag og gafst upp. Ég verð sýnilega að taka hann með svona áhlaupum, en ekki eins og jólabangsann sem ég gat gert bara í einum rykk lá við :-) En fyrst ég ætla ekki að sauma snjáða bangsa þá er ég nú ekki alveg viss hvað skal gera, Mill Hill kittið er ekki að kalla neitt sérstaklega á mig, kannski ég taki upp Window to the West.. Langt síðan ég hef gert eitthvað í því.. Of langt ef þú spyrð mig ;-)
 
posted by Rósa at 19:08, |

0 Comments: