Bee Square

föstudagur, júlí 15, 2005
Eftir að Teddy Bear Greetings var búinn ætlaði ég víst að klára Tatty Teddy... Jæja, ég er augljóslega ekki manneskja sem stendur við svona yfirlýsingar! Ég sauma líka oftast það sem mig langar, en ekki það sem mér finnst að ég verði að gera... Þá er svo hætt við að mér finnist verkefnið vera kvöð frekar en ánægja og þá held ég mig frá því. Skrýtin skrúfa, það er ég :-)

Gengur bara vel :-)

Ég hélt sem sagt áfram með Mill Hill kittið Bee Square í gærkvöldi og verð að segja að mikill árangur náðist með það! Ég byrjaði aðeins að perlast, og einn ferningurinn er næstum búinn, eins og sést :-) Mikið rosalega hlakkar mig til að sjá þetta þegar þetta verður tilbúið...

Saumastuðið entist til að verða 11 í gærkvöldi, en þá ákvað ég að fara að leggja mig. En neeei, það var nú ekki alveg það sem gerðist... Haldiði að ég hafi ekki gripið aðeins í Tatty Teddy áður en ég sofnaði! Reyndar gerði ég bara einn hvítan þráð en það er þó alltaf eitthvað, ekki satt? ;-) Þetta þýðir að gærdagurinn var mikill og góður saumadagur, þrátt fyrir góða veðrið sem var hérna. En ég er heldur ekki mikill sóldýrkandi.

 
posted by Rósa at 10:44, |

0 Comments: