Leyni-SAL 3

sunnudagur, júlí 24, 2005
Undanfarna daga hef ég léttilega náð að uppfylla markmiðið mitt um að sauma í 60 mínútur á dag. Á föstudag var ég að dúlla við Mill Hill kittið (sem verður svakalega flott þegar það er búið) og svo tók Leyni-SAL 3 við í gær.

Skrýtið hvað ég er í miklu saumastuði í sumar. Seinasta sumar gerði ég varla neitt, a.m.k. ekki miðað við núna. Ég gerði reyndar eldhúsmyndina Velkomin í Eldhúsið, en það var í ágúst 2004 sem ég gerði hana. Svo gerði ég 3 All Our Yesterdays myndir en þær voru nú í minna lagi.

Ég var komin soldið aftur úr í Leyni-SALinu, var bara á viku þrjátíu og eitthvað (ég skammast mín þvílíkt) en er nú komin í viku 40 sýnist mér. A.m.k. er ég búin með þvílíkt mikið. Það var þarna einn grænn litur sem fór bara þvílíkt í mínar taugar, það var ekkert hægt að tjónka við hann. Samt er grænn minn uppáhaldslitur... En hann er búinn og næstu 5 eða sex litir eftir það :-)

Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel, ég sé fram á að ná stelpunum fyrir næsta skammt, en hann kemur á miðvikudag. Það er náttúrulega því að þakka að ég þarf ekki að mæta í vinnuna á morgun :-) Get bara setið og saumað og notið þess að vera til!
 
posted by Rósa at 13:11, |

1 Comments:

Ég er einmitt komin afturúr með Leyni SAL-ið :-/ Hef bara haft The Quiltmaker uppivið síðan við fluttum. Ég bæti úr hinu þegar við erum búin að koma okkur betur fyrir :o)