Góður árangur í dag
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag. Eftir að hafa gert nokkur heimilisverk settist ég niður við Bee Square kittið og hef verið að klára border vinstra megin. Svo er bara eftir að perla eitt býflugnabúið og þá er sá ferningur svo gott sem búinn.. Jamm, ég er bara hörkudugleg í dag :-)
Það vantar tvær svartar perlur neðst þarna en fyrir utan það þá er vinstri borðinn búinn og næsta skref er að klára krossana. Komst að því að það er ekkert sniðugt að perla áður en maður klárar krossana, perlurnar þvælast bara fyrir manni :-( En það má auðvitað perla þar sem allir krossar eru búnir, ekki satt? Það er svo gaman að perlast :-)
Það vantar tvær svartar perlur neðst þarna en fyrir utan það þá er vinstri borðinn búinn og næsta skref er að klára krossana. Komst að því að það er ekkert sniðugt að perla áður en maður klárar krossana, perlurnar þvælast bara fyrir manni :-( En það má auðvitað perla þar sem allir krossar eru búnir, ekki satt? Það er svo gaman að perlast :-)
2 Comments:
« back home
Skrifa ummæliHæ hæ ég sé að við höfum svipaðan smekk á bókmenntum. Fílarðu þá ekki LOTR og Harry Potter.
Ég elska LOTR og Hobbitann en hef ekki enn komist í Harry Potter æðið :-) Hef lesið 2 bækur úr þeirri seríu, fyrstu og 3 bókina, og hef séð allar myndirnar. Á alveg pottþétt eftir að lesa þær allar þegar ég gef mér tíma í það :-)