Byrjuð á afturstingnum!

mánudagur, júlí 25, 2005
Eftir að sauma heilan helling í Leyni-SAL í gær ákvað ég að skipta aðeins um gír og taka upp Tatty teddy aftur. Ég virtist vera sú eina sem átti erfitt með að lesa munstrið þannig að ég ákvað að harka bara af mér og klára krossana. Þeir eru núna búnir og ég er aðeins byrjuð á afturstingnum! Úff!! Ég segi það bara :-) Annars er ég voða fegin að hafa ákveðið að gera hann í Jobelan frekar en Aida. Hef á tilfinningunni að afturstingurinn njóti sín betur í evenweave en Aida.. Þetta er svo mikið!

Kannski næ ég að klára afturstinginn í dag, nema ég skipti aftur um ham og fari í Mill Hill kittið, nú eða aftur í Leyni-SALið... Ég virðist ekki geta haldið mig við neitt í langan tíma. En á meðan afraksturinn af saumaskapnum er sjáanlegur þá er þetta í lagi.

Ef allt gengur vel þá er aldrei að vita nema ég birti mynd með næstu færslu af tilbúnum bangsa :-) Ég er alltaf svo bjartsýn.
 
posted by Rósa at 15:30, |

0 Comments: