Vantar bara límið

miðvikudagur, júlí 13, 2005
Svona verður hann þegar límið er komiðog þá er þetta komið :-)

Mér finnst þetta ekkert smá æðislegur bangsi. Ég á enn eftir að gera afturstinginn í stjörnunni, en ég er að spá í að sleppa því, mér finnst bangsinn sætur eins og hann er. Svo hefði ég helst viljað hafa textann á íslensku, en Gleðileg Jól komast illa fyrir þarna. Vinkona mín lagði til að ég setti bara Jólin 2005 þarna sem mér finnst alls ekki svo slæm hugmynd, nema jólin eru ekki komin.. Finnst hálfkjánalegt að setja það þegar það er enn rúmir 5 mánuðir í jólin :-)

Mér dettur eitthvað í hug. Ef þið sem lesið þetta hafið einhverjar hugmyndir um texta þá eru þær vel þegnar ;-)
 
posted by Rósa at 19:30, |

3 Comments:

En bara "Jól" :o) Þarft ekkert ártal þannig séð...
Já. Jól er góð tillaga. Ég held ég láti þetta vera í smátíma, kannski skrifa ég eitthvað þarna, kannski ekki :-) Mér finnst svo sem ekkert vanta neina stafi þarna, bangsinn nýtur sín alveg án þeirra ;-)
  At laugardagur, 16 júlí, 2005 Anonymous Nafnlaus said:
ekkert smá sætur bangsi :)