Alveg forfallin!

föstudagur, júlí 15, 2005
Ég held að maður geti nú varla sokkið lengra en ég í þessari krosssaumsáráttu.. Eða kannski, ég á þá örugglega eftir að upplifa það ;-)

Ástæðan fyrir því að ég staðhæfi þetta er að ég var fyrir örskammri stundu að gerast áskrifandi að öðru blaði. Heimsferðalag Júlíblaðs World of Cross Stitching hefur sem sagt ekki gert mig afhuga áskriftum að krosssaumsblöðum :-D Þetta blað sem heillaði mig núna er Cross Stitcher en það er líka breskt blað. Það er svo mikið af fígúrum í þessum bresku blöðum, sætir bangsar eða jafnvel kisur :-) Það sem einmitt heillaði mig mest við þetta blað (Ágústblað Cross Stitcher) er að þar eru 6 nýjar kisur frá Margaret Sherry. Ég hef gert eina kisu eftir hana (sá hana saumaða í albúminu hennar Lindu litluskvís og kolféll) og ætla að gera fleiri. Þegar ég sá að hún væri búin að gera fleiri þurfti ekki fleiri vitnanna við og ég ákvað að kaupa áskrift. Auðvitað hefði ég getað keypt bara þetta eina blað, en það vita þeir sem þekkja mig að það hefði ekki verið nóg fyrir mig. Vitandi að það kæmi út blað sem hugsanlega gæti haft eitthvað munstur sem mig myndi hugsanlega kannski langa að sauma.. nei það gengur ekki, ég verð að eignast umrætt blað til að geta átt möguleikann á því að sauma kannski umrædda mynd.. eða eitthvað svoleiðis! Það er erfitt að vera forfallinn krosssaumsfíkill!
 
posted by Rósa at 21:40, |

5 Comments:

vá hvað þetta er sætur tisi :)

er einhver séns í að fá uppskriftina einhverstaðar ???
Vá, nýjar Margaret Sherry kisur!!! Ég verð að fá þær... getur ljósritað og sent mér í pósti kannski ;o)
Dagný Ásta: Ekkert mál að fá uppskriftina, mig vantar bara email til að senda hann á :-)

Linda: Minnsta mál. Bjóst nú alveg við því að einhver úr klúbbnum myndi vilja fá þær ;-) Vonandi að þær standi undir væntingum.. Alla vegana, um leið og blaðið kemur í mínar hendur skal ég sendast og ljósrita munstrin.
Æði :o) Ég get svo bara sett þær inní Pattern Maker og sent til þeirra í klúbbnum sem að vilja fá þær ;o)
Svona.... þegar ég er búin að koma mér og okkur fyrir á nýja staðnum :o)
woohooo :)
getur sent hana á kjanaprik(at)kjanaprik.is :)

takk takk :)