Jólin í Júlí

miðvikudagur, júlí 06, 2005
Það sem ég fékk úr Christmas in July Exchange.Ég er ekkert smá happí, ég var nefnilega að fá pakkann minn úr þessum skiptum sem ég sagði ykkur frá. Alla vegana, ég tók mynd af herlegheitunum. Það er sem sagt þessi mynd, ég er ekkert smá ánægð með bæklinginn sem ég fékk. Það eru fullt af æðislegum jólasveinamunstrum sem ég á pottþétt eftir að sauma, svo er jólasokkurinn með bangsanum svo sætur. Hann er saumaður í plast, ég hef ekki prufað það enn, en ég hef gert í pappír og það getur nú varla verið mikið öðruvísi? Jæja, ég kemst að því fyrr en varir, eftir að ég klára Tatty Teddy þá byrja ég á þessu kitti.

Svo gleymdi ég að segja frá því að ég fékk fyrsta tölublaðið mitt af The World Of Cross Stitching á mánudag. Það var Ágústheftið sem ég fékk, á eftir að fá Júlíheftið samt. Áskriftin mín átti sko að byrja á Júlí en það blað hefur tekið einhvern útúrdúr á leiðinni til landsins. Það hefur viljað skoða sig aðeins um í heiminum fyrst ;-) En ég hringdi samt í útgefanda blaðsins í seinustu viku og þar var ansi indæl kona sem sagðist ætla að láta senda mér annað eintak. Ég bíð bara þolinmóð eftir því, kannski það vilji líka skoða heiminn?

Ég byrjaði á Tatty Teddy í gærkvöldi. Ég saumaði aðallega höfuðið á honum þannig að það er komin smá mynd á hann. Ég ákvað að sauma hann í handlitað efni frá Silkweaver. Ég nefnilega keypti aðeins hjá þeim fyrir nokkru þegar þeir voru með einhvern afslátt. Linda benti okkur í klúbbnum á það tilboð og ég keypti hjá þeim svona sýnishorn af litunum þeirra, stærðin á efnunum er 9x13 tommur og ég keypti 4 Jobelan Expressions og 4 Silkweaver solo. Vildi ekki kaupa meira þar sem ég hef litla reynslu af svona handlituðu og heldur ekki neitt rosalega mikla reynslu af þessum efnum. Ég hef langmest saumað í Aida um ævina og kann rosalega vel við það. Hef aðeins saumaði í hör og fannst það æðislegt en hef verið soldið rög að taka stærri skref á þeim vettvangi. Tatty Teddy er sem sagt saumaður í 28ct Jobelan Expressions og liturinn heitir Dreamin' og er blár með eins konar skýjum sem eru aðeins ljósari. Þrátt fyrir að bangsinn sé að mestu grár þá kemur þetta ágætlega út. Í stað Anchor lita þá nota ég DMC, ég á eiginlega enga Anchor liti þannig að þetta verður bara að vera svona.

Ég sýni mynd um leið og það er komið eitthvað að viti til að sýna ;-)

Efnisorð: , , ,

 
posted by Rósa at 12:40, |

2 Comments:

Aftur virkar myndin ekki. Og ég að drepast úr forvitni! *fliss*

Hlakka til að sjá Tatty Teddy hjá þér! Ég er einmitt að hugsa um að fara að skella mér á hann... samt.. er með svo mikið á "nálunum" þessa dagana og svo að fara að flytja að ég veit ekki hvort að ég geri hann núna, eða bara eftir að ég er flutt. Sjáum til, sjáum til :o)
Je minn! Blogger Images er alltaf að stríða mér eitthvað. En hefurðu prufað að hægri smella þar sem myndin á að vera og velja Show picture? Kannski það virki. Ég prufaði að logga mig út af Yahoo network og koma svo hingað og myndin var enn sjáanleg. Skil ekki hvað er í gangi :-) Eitthvað sambandsleysi á milli okkar, híhí.

Ef þú nærð ekki að sjá myndina þó þú hægri smellir á hana þá er hún í Yahoo myndaalbúminu undir Annað. Þar er hún líka stærri ;-)