Round Robin búinn í bili :-)

þriðjudagur, júlí 05, 2005
Ég er ekkert smá ánægð, ég náði að klára RR-inn hennar Erlu núna áðan, það eina sem er eftir er að setja nafnið mitt undir og svo veit ég ekki hvort hún ætlar að setja tölur (charms) á þegar hún fær hann aftur. Ef svo er þá er 2 mínútna afturstingur eftir, ég vildi frekar skilja það eftir en að rekja það upp ef hún vill ekki hafa það.

Mikið rosalega var samt gaman að sauma þessa mynd, mig myndi langa til að sauma svona handa sjálfri mér jafnvel einhvern tímann. Þó ég sé ekkert í bútasaumnum ;-) Hver veit, kannski á ég eftir að falla fyrir honum í framtíðinni...

Nú er aldrei að vita nema maður láti sig hafa það og taki þátt í Júlí SAL í Allt í Kross. Hann er svo sætur Tatty Teddy bangsinn sem er verkefni þessa mánaðar. Ég hef aldrei saumað hann áður en séð nokkur munstur og finnst hann æði. Soldið mikið af afturstingnum, en það er ágætt. Maður verður nú að hafa eitthvað fyrir hlutunum.

Mér hefur gengið mjög vel að halda markmiðið mitt, enda er ég í saumastuði þessa dagana. Reyndar var ég fárveik á laugardag (vín fer ekki vel í mig), en náði að sauma í tæpa 2 tíma um kvöldið. Á sunnudag var ég að vinna til kl. 18 og var soldið þreytt þannig að ég saumaði bara ca. 60 mín það kvöld. Núna í kvöld aftur á móti náði ég að sauma heilan helling, þess vegna er ég búin með Erlu RR :-) Tók bíómynd á leigu og saumaði á meðan ég hlustaði á hana ;-) Góð mynd samt. Ég er sem sagt bara sátt við hvernig þetta gengur allt saman.

Humarhátíðin var fín, það sem ég náði í af henni :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 01:18, |

2 Comments:

Og hvenær fáum við að sjá mynd af stykkinu?
Ef það stendur "button" í svona kassa á munstrinu, þá á ekki að sauma það heldur á að koma tala eða charm þar sem að þetta stendur, þetta er bara til að merkja staðinn fyrir það :o)

Vona að þú gerir Tatty Teddy... ég er einmitt að spá í hvort að ég eigi ekki að skella mér á hann líka!
Ég skal setja inn mynd um leið og ég er búin að vinna í dag :-)

Mig grunaði að ég ætti ekki að stinga út þar sem stendur button, heldur er slaufa fyrir ofan þar sem talan eða charm á að koma og það á sennilega að hanga neðan úr slaufunni. Þess vegna veit ég ekki hvort hún vill að ég geri slaufuna ef hún ætlar svo kannski ekki að setja töluna fyrir neðan. Kannski er ég bara að flækja málin ;-) Mér hættir til þess.

Tatty teddy er voðalega freistandi, það verður ekki af honum skafið :-)