Furðulegt!

föstudagur, júlí 08, 2005
Ég skil ekki hvernig sumir hlutir hverfa bara eins og hendi væri veifað.

Ég var nefnilega að sauma smá í gærkvöldi, bara smáverkefni, lítið jólaskraut. Þetta er svona lítið kit sem er saumað í plast og ég keypti hjá Helgu frá Stöðvarfirði á markaðstorginu á Hátíð á Höfn. Mig langaði bara að prufa sko að sauma í plast :-)

Jæja, ég hætti að sauma um miðnætti og gekk frá öllum þráðum og setti í ziplock poka. Svo man ég ekki alveg hvort ég skildi pokann eftir inni í stofu eða hvort ég tók hann með inn í herbergi. Hvort sem var þá er pokinn horfinn! Ég finn hann hvergi... búin að leita alls staðar og hvergi finnst tangur né tetur af vesalings pokanum. Ef kettirnir hafa náð í hann þá ætti innihaldið að vera útum allt gólf og ekki fara framhjá manni... en nei, það er ekki svo gott. Búálfarnir hafa sennilega tekið þetta. Ég vona bara að þeir skili því tilbúnu :-) Svo mikið er ég búin að hafa fyrir því að leita að þessu! Liggur við að ég þurfi að fara að rífa upp gólfin hérna til að finna þetta blessaða saumadót!

Fyrst að þetta fór svona þá byrjaði ég að sauma Wire Welcome í dag, þetta sem ég fékk í jólapakkanum um daginn. Þetta er Dimensions kit saumað í plast og rosalega sætt. Snjáði bangsi (Tatty Teddy) fær að bíða smá á meðan ég svala fýsnum mínum, híhí! Ég er bara eitthvað eirðarlaus í mér og þess vegna er ég með svona mörg járn í eldinum. Hver veit hvað ég geri á morgun?

Enn sem komið er gengur vel að halda 60 mínútur á dag markmiðið. Var búin að vinna um hádegi í dag og hef verið dugleg að sauma og sinna húsverkunum á milli :-)

Þar sem ekki hefur gengið vel að linka á myndirnar mínar í Yahoo! myndaalbúminu mínu hef ég ákveðið að geyma myndir sem ég ætla að linka á annars staðar. Þar helst a.m.k. linkurinn óbreyttur! Þannig að vonandi verður ekkert meira vesen með myndir sem sjást ekki ;-)
 
posted by Rósa at 19:40, |

2 Comments:

Photobucket rúlar!!! :o)
Já svo sannarlega :-)