Snjáði bangsi

fimmtudagur, júlí 07, 2005
Ég var voðalega dugleg að sauma í gærkvöldi og nú er bangsinn kominn með hendur líka :-) Það munar nú um það!

Ég verð nú samt að segja eins og er að það er ekki auðvelt að fylgja þessu munstri. Það er svo mikill afturstingur að stundum sér maður ekki nógu vel hvaða tákn er undir afturstingnum og þá þarf maður að fara að giska og mér finnst það ekkert spes. Þá er líka komin hætta á því að maður geri vitleysur og fari að telja vitlaust.

Annars hef ég engar fréttir, fékk enga pakka frá útlöndum í dag :-( Það eru ekki alltaf jólin!
 
posted by Rósa at 15:19, |

0 Comments: