Bangsinn

sunnudagur, júlí 10, 2005
Hann verður geggjað sætur :-)Það gengur bara alveg ágætlega með jólabangsann, eins og sést :-) Ég hlakka mikið til að sjá hann tilbúinn. Það er takmarkið núna, að klára hann og svo tekur Tatty Teddy við aftur. Vonandi gengur mér þá betur að lesa munstrið :-) Það er svolítið erfitt eins og ég hef talað um áður.

Í fyrramálið þarf ég að vakna snemma því ég er að fara í bæinn. Það er bara skotferð, verð komin heim aftur um kvöldið, en ég ætla að fara með vinkonu minni sem er að fara til læknis og við ætlum að fara í nokkrar búðir á meðan við erum staddar í höfuðstaðnum. Það verður bara gaman :-)
 
posted by Rósa at 16:58, |

0 Comments: