Markmið

laugardagur, júlí 30, 2005
Ég ætla í framtíðinni að skrifa hér inn hvað það er sem ég þarf að gera í hverjum mánuði. Þá get ég séð svart á hvítu hvað ég á eftir að gera og hvað er búið af því sem:
  • a) ég hef tekið að mér að sauma og
  • b) ég hef ánægju af því að sauma.

Ok, best að byrja á því að segja að það hefur gengið vel að ná 60 mínútum á dag markmiðinu. Það hafa verið ca. 3-4 dagar þar sem ég náði því ekki, en hina dagana hef ég svo sannarlega bætt upp fyrir það. Þannig að ég ætla að halda þessu markmiði áfram.

Á listanum fyrir ágúst eru þessi verkefni:

  • ByrjandaRR með sendingardag 15. sept.
  • Vetrar RR með sendingardag 1. sept.
  • Bókamerki með sendingardag 10. sept.
  • Kort fyrir giftinguna 6. ágúst.
  • Harðangurs-SAL með Sonju.
  • Leyni-SAL 3.

Ég er enn langt á eftir í Leyni-SAL 3 en á meðan mér finnst svona margt hvíla á mér þá læt ég það vera, nema ég finni mikla löngun í það :-) Reynslan segir mér að ég get lítið sem ekkert tjónkað við mig ef mig langar að sauma eitthvað!

Það sést á þessum litla lista að það sem er mest áríðandi er kortið fyrir 6. ágúst. Ég býst við að byrja á því í dag, en þar sem ég er að vinna í kvöld í aukavinnunni minni býst ég ekki við miklum árangri.

Svo ætla ég líka að reyna að klára Mill Hill kittið en ég er ekkert voðalega bjartsýn með það. Ég sé til hvernig allt hitt gengur áður en ég set mér markmið varðandi það.

Úff! Ég veit ekki hvernig þessi tilraun til að skipuleggja mig mun ganga, en ég er vongóð um að þessi yfirsýn muni hjálpa mér aðeins að ná utan um allt og vonandi halda mér í góðu saumastuði út mánuðinn.

 
posted by Rósa at 12:12, |

1 Comments:

Sniðug að hafa svona markmið. Gaman að sjá harðangurskittið á listanum :) Ég hef verið að pæla í þessu en meðan að ég get bara gripið í þetta öðru hvoru þá ætla ég bara að hafa listann í höfðinu.