Mikið var!

miðvikudagur, júlí 27, 2005
Ég er svo fegin að ég er loksins búin með þennan blessaða snjáða bangsa! Það var kominn tími á það líka. Ég tók næstum 2 daga í að gera eitthvað sem tók í reynd ca. 3 klukkutíma! Svona gekk þessi blessaði afturstingur illa í mig. En hann er loksins búinn og ég er þvílíkt stollt af bangsanum :-)

Myndin er aðeins úr fókus, ég náði bara ekki betri mynd. Loftur, annar kötturinn minn, hélt að ég væri að leika við hann og var alltaf að reyna að ná myndavélinni af mér... vitlausi kisi! Nú liggur hann steinsofandi í rúminu mínu, voðalega feginn að vera kominn heim. Hann hefur nefnilega verið undanfarna 3 mánuði í fóstri hjá bróður mínum á meðan ég passaði læðuna hins bróður míns og kettlingana hennar. Loftur greyið var ekkert alveg sáttur við alla kettlingana og vesenið sem fylgdi þeim. Þannig að hann fékk inni hjá bróður mínum þar til kettlingarnir færu. Og þeir fóru í dag. Til dýralæknisins. Ég grét. Og græt enn við tilhugsunina.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 19:01, |

5 Comments:

Æðislegur bangsi!!!!!
Ég samhryggist með kisurnar :o( Þetta er svo erfitt. Hef einu sinni þurft að svæfa kisu sem að ég átti og það var hrikalegt. *stórt knús*
Takk fyrir knúsið :-)
Ég á voðalega erfitt með aftursting, sérstaklega þegar hann er svona út og suður. Þannig að þessi mynd er sko ekki fyrir mig takk :)
Það verður langt þangað til ég legg í annan svona, en ég gæti alveg hugsað mér að gera annan. Þeir eru svo mikið krútt þessar elskur :-)
*Haha*
ég er einmitt búin að henda tatty til hliðar.. afturstingurinn er alveg að gera út af við mig :)