Enn af harðangri..
laugardagur, ágúst 13, 2005
Þetta er ótrúlega skemmtilegt verkefni. Bæði fallegt og auðvelt að sauma. Þegar ég segi auðvelt að sauma þá meina ég að efnið sem er notað (25ct hvítt Lugana) er algjör draumur! Ég tek líka heilshugar undir með Sonju að þetta eru góðar leiðbeiningar og auðvelt að fara eftir þeim. Spurning hvort ég væri eins dugleg við þetta verkefni ef leiðbeiningarnar væru ekki svona góðar...
En já, ég er búin með stjörnuna í miðjunni, sem er víst blackwork. Var ekki búin að átta mig á því en ég hélt að þetta væri bara venjulegur afturstingur. En ég var búin að sjá hvernig þetta Holbein spor sem er notað í blackwork væri og mundi nokkurn veginn hvernig maður gerir það. Svo er sýnt á teikningunni í leiðbeiningunum hvernig maður byrjar og það er auðvelt að halda áfram út frá því. Ég er voðalega stolt af því hvað mér gengur vel með þessa mynd :-) Er að fara að byrja á four-sided stitch sem ég hef aldrei heyrt um áður en það lítur ekki út fyrir að vera neitt erfitt. Þetta er ein gerðin af aftursting, maður verður bara að gera hlutina í réttri röð ;-)
Næsta skref á eftir því er að klippa. Það er nú aðalmálið og það sem þetta snýst allt um. Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir.
Svona er staðan alla vegana núna:
En já, ég er búin með stjörnuna í miðjunni, sem er víst blackwork. Var ekki búin að átta mig á því en ég hélt að þetta væri bara venjulegur afturstingur. En ég var búin að sjá hvernig þetta Holbein spor sem er notað í blackwork væri og mundi nokkurn veginn hvernig maður gerir það. Svo er sýnt á teikningunni í leiðbeiningunum hvernig maður byrjar og það er auðvelt að halda áfram út frá því. Ég er voðalega stolt af því hvað mér gengur vel með þessa mynd :-) Er að fara að byrja á four-sided stitch sem ég hef aldrei heyrt um áður en það lítur ekki út fyrir að vera neitt erfitt. Þetta er ein gerðin af aftursting, maður verður bara að gera hlutina í réttri röð ;-)
Næsta skref á eftir því er að klippa. Það er nú aðalmálið og það sem þetta snýst allt um. Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir.
Svona er staðan alla vegana núna:
Ég sé mig alveg gera fleiri verkefni úr þessum lærdómskittum í framtíðinni. Það er þvílíkt magn af sporum sem eru kennd svona og fyrst að leiðbeiningarnar eru svona frábærar og auðveldar í eftirfylgni þá er ekki spurning að nota þetta ef maður vill læra fleiri spor.
2 Comments:
« back home
Skrifa ummæliÞetta efni er mjög þægilegt, alveg sammála því. Svo er þetta líka fljótlegt þó ég hafi tekið minn tíma í þetta.
Það er varla að ég vilji leggja þetta frá mér á kvöldin (eða nóttunni ;-) ) Það er skynsamlegt að taka sér góðan tíma í það sem maður vill gera vel.