Komin heim :-)
mánudagur, ágúst 08, 2005
Í heiðardalinn...
Brúðkaupið tókst með eindæmum vel, brúðhjónin voru bæði rosalega myndarleg og stúlkurnar þeirra stóðu sig alveg frábærlega. Þau eiga sem sagt tvær dætur sem voru í sætustu bleiku kjólum sem ég hef séð! Og þær voru hringaberar og tóku hlutverkið sitt augljóslega rosalega alvarlega því þær voru rosalega duglegar allan tímann í kirkjunni. Miðað við aldur (3ja og 5 ára) finnst mér það mjög gott. Æji, þetta var bara svo yndislegt og sætt allt saman :-)
Handavinnan sat alveg á hakanum um helgina, eina sem ég gerði var að föndra eitt stykki kort, fékk það sem mig vantaði til þess í Völusteini. Komst að því að hann var búinn að færa sig um set :-) En ég gleymdi að taka mynd af kortinu sem ég og önnur vinkona mín lögðum mikinn tíma í að föndra þannig að þið verðið bara að trúa mér þegar ég segi að það hafi verið svaka sætt ;-)
Það var samt ekki vegna þess að ég væri ekki með neina handavinnu meðferðis að ekkert var aðhafst í þeim málum. Nei, nei! Ég held ég hafi verið með bara allt sem ég hef einsett mér að gera í ágúst meðferðis.. en það gafst enginn tími til neins. Svona er þetta bara, föstudagurinn fór í sendiferðir fyrir sjálfa mig og afgangstíminn fór í að vera með brúðinni og aðeins að hjálpa við skreytingar. Laugardagurinn fór í verslunarferð því mig vantaði fatnað til að vera í, og svo auðvitað í að gera sig sæta og svona ;-) Svo fór sunnudagurinn í veikindi hjá mér :-( Ekki vegna ofdrykkju, enda drakk ég bara smá freyðivín og pínu hvítvín, heldur vegna höfuðverkja.. og í dag fór ég heim!
Alltaf er nú gaman að vera komin heim! :-D
Brúðkaupið tókst með eindæmum vel, brúðhjónin voru bæði rosalega myndarleg og stúlkurnar þeirra stóðu sig alveg frábærlega. Þau eiga sem sagt tvær dætur sem voru í sætustu bleiku kjólum sem ég hef séð! Og þær voru hringaberar og tóku hlutverkið sitt augljóslega rosalega alvarlega því þær voru rosalega duglegar allan tímann í kirkjunni. Miðað við aldur (3ja og 5 ára) finnst mér það mjög gott. Æji, þetta var bara svo yndislegt og sætt allt saman :-)
Handavinnan sat alveg á hakanum um helgina, eina sem ég gerði var að föndra eitt stykki kort, fékk það sem mig vantaði til þess í Völusteini. Komst að því að hann var búinn að færa sig um set :-) En ég gleymdi að taka mynd af kortinu sem ég og önnur vinkona mín lögðum mikinn tíma í að föndra þannig að þið verðið bara að trúa mér þegar ég segi að það hafi verið svaka sætt ;-)
Það var samt ekki vegna þess að ég væri ekki með neina handavinnu meðferðis að ekkert var aðhafst í þeim málum. Nei, nei! Ég held ég hafi verið með bara allt sem ég hef einsett mér að gera í ágúst meðferðis.. en það gafst enginn tími til neins. Svona er þetta bara, föstudagurinn fór í sendiferðir fyrir sjálfa mig og afgangstíminn fór í að vera með brúðinni og aðeins að hjálpa við skreytingar. Laugardagurinn fór í verslunarferð því mig vantaði fatnað til að vera í, og svo auðvitað í að gera sig sæta og svona ;-) Svo fór sunnudagurinn í veikindi hjá mér :-( Ekki vegna ofdrykkju, enda drakk ég bara smá freyðivín og pínu hvítvín, heldur vegna höfuðverkja.. og í dag fór ég heim!
Alltaf er nú gaman að vera komin heim! :-D
0 Comments:
« back home
Skrifa ummæli