Fullt að gerast

fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Svona er myndin sem ég sauma á kortiðÍ fyrramálið legg ég af stað til höfuðborgarinnar þar sem ég mun vera viðstödd brúðkaup á laugardag. Það er ákveðið, ja, kannski legg ég af stað um hádegi :-) Þarf nefnilega að klára blessað kortið en það er voða lítið eftir af því, nokkrir krossar og svo afturstingurinn auðvitað. Ég stal þessari mynd af EMS síðunni en ekki segja frá :-/ Alla vegana hotlinkaði ég ekki :-) Góð stelpa... En já, ég kem heim aftur á sunnudag kannski með einhverjar sögur handa ykkur!?! Hver veit!

Í öðrum fréttum þá fékk ég svaka flott blað frá The World of Cross Stitching í póstinum í gær. Þar er Tatty teddy í allri sinni dýrð (og með allan sinn aftursting) að baka köku. Rosalega langar mig að sauma hann en það verður ekki alveg í bráðina samt! Fékk nóg um daginn :-) Í þessu blaði er líka rosalega falleg mynd af poppy field (ekki hugmynd hvað blómið heitir á íslensku en það er örugglega holtasóley eða eitthvað auðvelt :-D ). Ég væri til í að sauma hana einhvern tímann líka, en sennilega gerist það aldrei... Það var svo sem ekkert annað sem heillaði mig í því blaði.

Talandi um The World of Cross Stitching (svaka langt að vélrita þetta) þá er ég ekki enn búin að fá Júlíblaðið... Þetta var September blaðið sem ég fékk núna (hjá mér er samt ágúst nýbyrjaður, skil ekki dagatalið hjá þessum blöðum). Ætli ég þurfi að hringja aftur? Svo er ég ekki búin að fá fyrsta eintakið mitt af Cross Stitcher.. Ætli það fari sömu leið og Júlíblað WCS? Þarf kannski að hringja þangað líka?

Ég fékk meiri glaðning í póstinum í dag. Ég er meðlimur í Stash of the month klúbbnum hjá Silkweaver og fékk júlí-pakkann í dag. Þar var smekkur til að sauma í, Zweigart 32ct Belfast linen, ólífugrænt að lit, Lizzie Kate Flip it block fyrir Október og svo poki með alls kyns lituðum þráðum frá The Gentle Art. Það verður gaman að prufa þetta, t.d. til að sauma Flip it eða eitthvað :-) Maður er að verða búinn að safna ágætum haug af saumadóti eftir að vera í þessum klúbbi, en ég byrjaði í honum í mars. Á samt eftir að fá Júní-pakkann.. Það er að myndast þema í þessu hjá mér, er það ekki? Ég ætla samt ekki að senda Silkweaver e-mail strax, Apríl-pakkinn kom ekki til mín fyrr en eftir rétt rúmlega 2 mánuði!

Jæja, ég ætla að fara að horfa á The O.C. á meðan ég klára þessa seinustu krossa í kortamyndina.
 
posted by Rósa at 00:56, |

4 Comments:

Ég er mikið að hugsa um að byrja aftur í Stash of the Month klúbbnum... reyndar var ég í Fabric of the Month, random selection (en bara linen og evenweave) og mig DAUÐLANGAR í meira dót!!! :D
  At fimmtudagur, 04 ágúst, 2005 Anonymous Katrín (allt í kross) said:
Hæ, er þetta Stash of the Month dæmi ekki dálítið sniðugt? Gaman að fá eitthvað svona óvænt... en þarf maður að borga toll eða eitthvað af þessu? Setur maður þetta ekki bara á VISA?
Ef tollurinn kemst í það þá þarf að borga toll. Ég hef lent í bæði, og það var um 700 kall tollurinn.

Jú, það fer á visa hjá mér, reyndar í gegnum Paypal.

Mér finnst þetta rosa sniðugt og er voðalega ánægð með þetta.
ég var að reyna að segja að ég hef lent bæði í að borga toll og ekki :-) Stundum er maður of fljótur á entertakkanum..