Snjókellingin tilbúin
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Ég er ekkert smá ánægð með hana líka :-) Það eru þónokkrir franskir hnútar í henni og ég hef nú aldrei verið neitt voðalega klár að gera þá, en ég held að þeir hafi bara tekist sæmilega. Annars á ég eftir að strauja hana og gera hana fína, en kannski ég sleppi því þangað til ég fæ hana aftur. Þá verður hún ásamt hinum snjóköllunum sem verða saumaðir handa mér sett í veggteppi sem mun prýða heimili mitt á veturna. Ég fæ þennan RR nú ekki aftur fyrr en á næsta ári, en það er allt í fína, ég hef þá allt næsta ár til að sauma veggteppið ;-)
Það átti að hanga stjarna neðan úr g-inu í Giving en ég ákvað að sleppa henni. Ég var alltaf að spá af hverju það var sett stjarna þarna þegar ég skoðaði munstrið. Svo finnst mér þetta bara fínt eins og þetta er. Nógu mikið er nú í gangi á þessari mynd :-)
Ég er aðeins byrjuð á kortinu og það tekur eflaust ekki langan tíma að klára það og þá byrja ég á harðangurskittinu sem Sonja er að verða búin með :-D Hún getur þá hjálpað mér með þetta, nú þegar hún hefur reynsluna ;-)
Efnisorð: happy dance
Ég hef einmitt lengi ætlað að gera snjókarla RR... hmm, maður ætti kannski að auglýsa eftir þátttakendum í vetrar/jóla RR í klúbbnum ;)