UFO þriðjudagur

þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Í dag og alla þriðjudaga héðan í frá mun vera UFO dagur hjá okkur í Allt í Kross grúppunni. Hugmyndin er að reyna að klára upp þau verkefni sem maður hefur látið sitja á hakanum of lengi. Mér finnst þessi hugmynd algjör snilld!

Mitt fyrsta verkefni á þessum dögum verður Window to the West. Ég kolféll fyrir þessari mynd fyrst þegar ég sá hana og ég pantaði hana í þvílíkri ástarvímu og byrjaði á henni næstum um leið og ég var búin að opna pakkann :-) En einhvern veginn hefur hún staðið í mér og ég hef ekkert saumað í henni í alltof langan tíma. Held það hafi verið í maí einhvern tímann, um svipað leyti og Leyni-SAL 3 byrjaði. Síðan þá hefur þessi mynd hrapað niður listann yfir hluti sem mig langar að sauma og yfir því hef ég haft þvílíkt samviskubit... Held að ástæðan fyrir framtaksleysinu geti verið javinn sem hún er saumuð í. Javinn sem fylgdi er áprentaður í kringum svæðið sem er saumað í og það gerir javann mun harðari en venjulega. Aida er nú oftar en ekki harðara undir hönd en t.d. hör eða evenweave en þetta slær öll met! Mér finnst bara leiðinlegt að sauma í þennan java og ég meira að segja skammast mín fyrir að segja þetta. En svona er þetta bara.

En nú snýr allt til betri vegar því ég hef tekið myndina fram úr skugganum inn í birtuna og ylinn af athygli minni og atorkusemi þar sem dugnaður minn mun að lokum yfirstíga hvern þann erfiðleika sem þessi mynd færir mér í fang! Ég sem sagt tók hana fram og byrjaði að sauma aðeins í hana í dag. Og hætti eftir einn þráð!

Já, svona var nú dugnaðurinn mikill! En jæja, ég gerði þó eitthvað og næsta þriðjudag verð ég enn duglegri! Ég bara meika ekki þennan java akkúrat núna!
 
posted by Rósa at 21:36, |

3 Comments:

Einn þráður er samt einn þráður :o)
Hefurðu prófað að nota gjarðir eða ramma? Þú gætir prófað að nota t.d. q-snap eða þessa venjulegu hringi. Þannig geturðu haft aðra hendina fyrir framan efnið og hina fyrir aftan og látið nálina ganga á milli þeirra. Þá þarftu ekki að handfjalla efnið svo mikið. Auk þess verða krossarnir jafnari og sléttari og það vindur sama og ekkert uppá þráðinn.
Ég hef prufað svona gjörð og það var ekki fyrir mig. Mig langar samt að prufa svona q-snap og athuga hvort mér finnist það eitthvað betra..