Harðangur og Cross Stitcher

föstudagur, ágúst 12, 2005
árangur gærkvöldsinsÉg byrjaði í gær eins og ég sagðist ætla að gera (loksins stóð ég við eitthvað sem ég segi :-D ) og mikið rosalega er þetta gaman. Það er náttúrulega nýjabrumið sem gerir þetta spennandi og svona en það er líka gaman að læra eitthvað nýtt.

Ég ákvað að fara alveg í einu og öllu eftir leiðbeiningunum og byrjaði á því að gera gyllta utan með og þegar það var búið byrjaði ég á innri hringum í klaustrunum (closter). Svo tók ég mynd í dagsbirtunni núna til að monta mig ;-)

Svo sá ég að Sonja er búin með sína. Rosalega kom hún vel út hjá henni :-) Ég vona að mín heppnist jafn vel.

Í öðrum fréttum þá fékk ég fyrsta eintakið mitt af Cross stitcher í hendurnar. Það var auðvitað ekki fyrsta blaðið (það var eftir öllu í mínum blaðamálum) heldur var það septemberblaðið sem kom. Ég var samt búin að senda þeim póst og þeir sögðu að það tæki smá tíma að koma ágústblaðinu til mín af því ég gerðist áskrifandi eftir að það var sent út til áskrifenda en það ætti að vera á leiðinni. Ég bíð bara og vona. En það sést hvorki tangur né tetur af Júlíblaði World of Cross stitching :-(

blaðið í allri sinni dýrðJæja, nú er nóg komið af væli! Það var svo sem ekkert merkilegt í þessu blaði nema ein kisumynd sem mig myndi langa að sauma við tækifæri. Kannski ef ég tæki þátt í kattaRR... Það er mynd úr bæklingi frá Zweigart þar sem eru 12 kattamyndir og þeir eru allir með blóm. Þessi er með svona poppy sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku og kisinn heitir auðvitað Poppy :-) Hann er voðalega sætur og ég væri alveg til í að eiga þennan bækling með öllum kisunum. En, já, með blaðinu fylgdi smá All Our Yesterdays kit af lítilli stelpu í bleikum kjól. Svaka sætt og aldrei að vita nema maður saumi þetta við tækifæri :-)
 
posted by Rósa at 13:54, |

2 Comments:

Þetta lítur vel út - so far so good. Ég vona að þú hafir eins gaman af þessu eins og ég :) Þetta náttúrulega nýbreytni en einnig er stykkið ekki það stórt að maður nái að fá leið á því sem maður er að gera áður en maður byrjar á því næsta.
Takk :-D Mér finnst þetta ótrúlega gaman, hef varla sett þetta frá mér í dag :-)