Þetta er allt að koma
föstudagur, ágúst 19, 2005
Síðastliðna daga hef ég verið ofsalega dugleg að sauma í Leyni-SAL 3 og er núna rétt rúmlega 10 vikum á eftir hinum :-) Ég ætla að vera dugleg áfram og reyna að ná þeim alveg, a.m.k. að minnka bilið aðeins meira.
Ég veit samt ekki hvernig það mun ganga þar sem ég er að fara í bæinn á sunnudag og verð þar þangað til á fimmtudaginn næsta. Þetta er nú ekki bara skemmtiferð, heldur er móðir mín að fara til læknis. Það er nú samt hægt að leyfa sér eitthvað á meðan maður er í höfuðborginni ;-) Það verður pottþétt litið í saumabúðir og á sunnudagskvöld er planið að fara í bíó. Svo verður eflaust eitthvað kíkt í heimsóknir, það er nú algjört möst þegar maður bregður sér í bæjarferð :-)
Ég veit samt ekki hvernig það mun ganga þar sem ég er að fara í bæinn á sunnudag og verð þar þangað til á fimmtudaginn næsta. Þetta er nú ekki bara skemmtiferð, heldur er móðir mín að fara til læknis. Það er nú samt hægt að leyfa sér eitthvað á meðan maður er í höfuðborginni ;-) Það verður pottþétt litið í saumabúðir og á sunnudagskvöld er planið að fara í bíó. Svo verður eflaust eitthvað kíkt í heimsóknir, það er nú algjört möst þegar maður bregður sér í bæjarferð :-)
3 Comments:
« back home
Skrifa ummæliÞetta er nú bara spurning um handavinnuhitting!
Ég var einmitt að klára viku 52 í Leyni SAL. Hef ekkert saumað í því síðan við fluttum.
En... ég segi það sama og Sonja, spurning um hitting þegar þú kemur í bæinn? :)
En... ég segi það sama og Sonja, spurning um hitting þegar þú kemur í bæinn? :)
Ég er alveg til í hitting :-) Það væri sko algjört æði :-D