UFO þriðjudagur 2

miðvikudagur, ágúst 17, 2005
NærmyndMér gekk mun betur í gær með UFO verkefnið en þriðjudaginn þar á undan. Ég var aðallega í grænu litunum og gerði runnann sem er á milli kaktusanna tveggja. Ég fattaði ekki að taka mynd áður en ég byrjaði, en í Yahoo albúminu mínu er mappa sem heitir UFO og í henni eru myndir sem ég tók fyrr í sumar. Ég hafði ekkert saumað í þessari mynd síðan þá nema þennan eina þráð á seinasta þriðjudag.

Þið sjáið vonandi smá mun :-)
 
posted by Rósa at 12:02, |

3 Comments:

Það er sko hellings munur finnst mér!
Vá, aldeilis munur.

Notaðirðu gjörðina? Mér finnst betra, ef efnið er stíft að nota þykkari gjarðir eða q-snap. En með mjúk efni (t.d. belfast hör) finnst mér ágætt að nota þessar venjulegu gjarðir. Annars er ég að fíla gjörðina sem ég keypti um daginn á sewandso í tætlur. http://www.sewandso.co.uk/ran998-0.html
Takk fyrir stelpur :-)

Nei, ég fann ekki gjörðina. Ég var eitthvað að nota hana um daginn en hef augljóslega ekki sett hana frá mér á réttan stað :-( Kannski þetta þýði að ég þurfi að fara að taka heimilið í gegn?!?

Þessi gjörð frá Sewandso er flott. Mig langar voða mikið að prufa q-snap, á bara eftir að kaupa svoleiðis, minnstu gerð til að prufa :-)