Rigning..

þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Ömurlegt haustveður úti núna! Allir kettirnir mínir eru inni, hver í sínu horninu steinsofandi.

Ég hef enga mynd til að sýna ykkur núna, enda hef ég dembdi ég inn þvílíku magni af myndum af blessuðu harðangursverkefninu :-) Ég var svo spennt! :-D Sérstaklega þarna undir lokin.

Talandi um það, ég hef verið að velta fyrir mér frágangi á verkefnunum mínum sem liggja ofan í skúffu eða ofan á kommóðunni (fyrsti stoppistaður áður en þau lenda í skúffunni sem ætti að vera merkt "Verður aldrei klárað"). Ég er sem sagt voðalega léleg við að klára. Ég klára nú oftast krosssauminn sjálfan, en þegar það er búið er spenningurinn fyrir að byrja á nýju verkefni alltaf svo mikill að frágangurinn sjálfur gleymist, nú eða ég fer auðveldu leiðina og kaupi ódýran ramma til að setja myndirnar í. Mig er farið að langa að tileinka mér einhverjar aðrar leiðir til að klára verkefni, t.d. að búa til púða, en ég er harðákveðin að ByrjandaRRinn minn (sem er með garðþema) verður að slíkum. Svo verður VetrarRR með snjóköllunum að veggteppi. Það er meira að segja komið niður á blað ca. stærð á því þannig að það er smá pæling í þessu :-) Svo væri ég til í að prufa að gera svona smápúða. Þetta virðist svo auðvelt. Svo fann ég leiðbeiningar til að gera fob fyrir skæri. Það er kannski aðeins meira mál ;-) Svo hefur mig langað í nokkurn tíma að gera svona. Og hérna eru leiðbeiningar við frágang á slíku :-) Nú er bara að prenta þetta allt út! Eða setja linkana í favorites.

Ég saumaði aðeins í ByrjandaRR í gær, þessi sem ég er með í höndunum núna tilheyrir Eddu og er með Kaffi/te þema. Myndin sem ég er að sauma er voðalega sæt og dúlluleg, en litirnir sem ég er búin að sauma eru í pasteltónum og það er ekki alveg í takt við þær myndir sem búið er að gera.. En það á eftir að bætast við aðeins dekkri litir og myndin er algjört æði! Ég vona bara að Eddu eigi eftir að líka þetta.

Ég hef ekkert saumað í dag, en er með UFO verkefnið tilbúið til að byrja, en það er Window to the West eins og hefur komið fram áður. Ég lofaði víst að vera dugleg að sauma í hana í dag og ég ætla að standa við það. Kannski það komi jafnvel mynd af árangrinum ;-) Ég er myndasjúk!

Í dag er dánardægur Elvis Presley. TCM hefur verið að sýna fullt af Elvis myndum í dag og mamma er búin að horfa á þær allar :-D Hún elskar Elvis! Svo er afmælisdagur Madonnu. Hún hefur það örugglega fínt :-)
 
posted by Rósa at 17:01, |

2 Comments:

Takk fyrir linkana á fráganginn. Þetta er einmitt líka vandamál hjá mér að vita hvað ég eigi að gera við myndirnar sem ég sauma!
Ekkert mál :-)
Ég ætla að reyna að taka mig á í þessum frágangsmálum.