Pappír og perlur

föstudagur, ágúst 26, 2005
Ég hef verið að sauma aðeins í Bee Square frá Mill Hill í dag og er rosalega ánægð með hvað það gengur vel :-) Kannski ég nái bara að klára áður en langt um líður ;-)

Allar grænu perlurnar í vínviðinum eru búnar og svo er ég búin með helminginn af blómunum sem eru líka perlur. Ég er svo að vinna í seinasta býflugnabúinu og þegar það er búið er voðalega lítið eftir. Efsta borðann geri ég síðast, það stendur í uppskriftinni og þó ég hafi ekki gert allt eftir henni þá ætla ég a.m.k. að hlýða því :-)

Þá verður bara eina vandamálið að finna flottan ramma fyrir myndina og geyma hana á góðum stað fram á vor. Sumarið er nefnilega búið (a.m.k. hérna, rok og hundleiðinlegt veður) og þessi mynd á betur við á vorin og sumrin en haustin.. Svo fer ég að byrja á hinum Mill Hill kittunum sem ég keypti í Völusteini um leið og Bee Square. Þau eiga betur við enda úr Holiday Garden Gate, Frosty og Holiday Wreath. Ég ætla að byrja á snjókallinum, hann er svo sætur eitthvað :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:10, |

3 Comments:

Þú ert greinilega mikil snjókarlakerling, eins og ég og Guðbjörg til dæmis :o)
Þeir eru bara eitthvað svo ómótstæðilegir greyin :o)
Þeir eru flottastir :-) Ekki of jólalegir en þeir mega alls ekki missa sig um hátíðirnar!
Það er nú samt eiginlega nýtilkomið þetta snjókallaæði mitt en það er gaman að hugsa til þess að fyrsta kittið sem ég gerði (og kláraði ekki, hehe) var snjókall!
  At laugardagur, 27 ágúst, 2005 Anonymous Nafnlaus said:
Hi, I love to find new stitching blog in new countries and this is definitely a new one for me! I don't understand a word you have written, but I love the pictures :).
happy stitching from the Netherlands