Það sem ég keypti í Rvk og bókamerki
föstudagur, ágúst 26, 2005
Ég hlakka geðveikt til að gera púðann með jólakettinum. Mér finnst efnið í hann (þetta rauða með gulu hjörtunum) svo sætt en samt ekkert ofur-jólalegt. Sama má segja um efnið í veggteppið, það er geðveikt flott :-) Snjókallarnir eru svo sætir. Ég setti með á myndina tölurnar sem Guðbjörg gaf mér og bókamerkið sem kom í vikunni alla leiðina frá Singapore. Þann 9. ágúst var þjóðhátíðardagurinn þeirra (sami dagur og hún sendi það) og konan sem saumaði það handa mér ákvað að hafa bókamerkið soldið gleðilegt :-) Mér finnst það ótrúlega flott. Svo er bókamerkið sem ég saumaði komið á áfangastað, það fór alla leið til Króatíu, og viðtakandinn sagðist vera voða ánægð með það og fannst litirnir flottir :-) Það er gaman að heyra það.
2 Comments:
Sammála báðum atriðum :-)
Og Guðbjörg er algjört gull!