Komin heim, veik?

fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Æji, ég held ég sé að verða veik, alla vegana er ég voðalega léleg eitthvað. Auðvitað er ég þreytt eftir keyrsluna og allt en ég er bara voðalega lin líka. Svona eins og maður verður áður en maður fær hita... Ekki góðs vísir a.m.k.

En Reykjavíkurferðin var virkilega fín :-) Náði að sauma miklu meira en ég hafði látið mig dreyma um, fór í hitting hjá Sonju og hitti fullt af frábærum saumakonum. Maður var nú ekkert að hafa sig mikið í frammi enda margt sem hægt er að læra af þessum konum sem voru þarna samankomnar. En alla vegana þá þótti mér voðalega gaman að koma þarna og sjá andlitin bakvið tölvupóstana :-)

Á meðan ég var í höfuðborginni fjárfesti ég líka soldið. Keypti harðangursbók fyrir byrjendur þar sem sýnd eru ýmis spor og þar eru jafnvel nokkrar uppskriftir fyrir ýmislegt, t.d. litlar töskur og púða. Svo keypti ég snjókallaefni fyrir Vetrar RR-inn minn sem er með snjókallaþema :-) Og ég keypti líka smá efni til að gera púða en ég ætla að setja jólakisann minn framan á þann púða ásamt nokkrum sætum tölum sem hún Guðbjörg gaf mér. Guðbjörg er í þessum fræga saumaklúbb og ég hitti á hana í búðinni sem hún vinnur í (þar sem ég keypti efnin mín fínu). Ég var ekkert smá hissa og ánægð þegar hún dró fram tölukrúsina sína og gaf mér tölur í púðann minn og líka í veggteppið :-) Algjör dúlla sko! Svo keypti ég mér skæri sem eru beittari en skærin mín til að nota í harðangur. Ég hef ákveðið að gera fleira á því sviðinu þannig að það er ágætt að eiga almennileg skæri. Man ekki hvað ég keypti fleira, saumatengt, þannig að upptalningunni er lokið.

Ég gleymdi að taka með mér UFO-verkefnið mitt, en það er allt í lagi því ég var upptekin að sauma RR-inn hennar Erlu. Er næstum búin með krossana og svo er bara afturstingurinn eftir :-) Það versta er að ég fann tvær villur í Leyni-SALinu og sé fram á leiðindatíma við að laga þær villur. Sem betur fer var það bara einn kross í hvoru tilviki fyrir sig en það er samt soldið mál að laga þetta. Er ekki alveg í skapi til þess í augnablikinu..

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:27, |

0 Comments: