Býflugur

sunnudagur, ágúst 21, 2005
Auðvitað gat ég ekki staðist að sauma smá áður en ferðalagið hefst á morgun :-) Ég ákvað að sauma aðeins í Bee Square frá Mill Hill enda langt síðan ég saumaði í þeirri mynd. Ég hef reyndar eitthvað gert síðan ég setti inn mynd seinast en í dag var ég aðallega að sauma býflugurnar til vinstri á myndinni. Það var kannski eitthvað meira en það en samt ekki eins mikið og seinasta færsla með mynd af árangrinum gefur til kynna.

Bee Square frá Mill HillÞetta er svo staðan núna. Bara ágætt að mínu mati, það ætti ekki að taka langan tíma það sem eftir er.
 
posted by Rósa at 00:41, |

1 Comments:

Geggjað flott! Ég þarf endilega að fara að drífa mig að klára Toy Shop Mill Hill kittið mitt. Þá get ég kannski loksins gefið mömmu og pabba það í jólagjöf eins og ég ætlaði að gera.... í FYRRA!