Indigo Rose

laugardagur, ágúst 27, 2005
Í fyrsta skipti sem ég sá mynd frá Indigo Rose féll ég alveg fyrir því sem ég sá. Sú mynd heitir Four little hearts og ég sá hana á bloggi sem ég er farin að heimsækja ansi oft.

Alla vegana, þá fór ég að leita að þessu munstri t.d. með hjálp google, en allt kom fyrir ekki, það eina sem ég fann var þessi freebie hérna. Sem er kannski ekki svo slæmt, þetta er fallegt munstur :-) Og í kvöld byrjaði ég á því. Ég ákvað að ég ætti það skilið, enda er ég búin að vera svo dugleg að uppfylla markmiðin sem ég setti mér í upphafi mánaðarins ;-) A.m.k. er það réttlætingin mín, hehe :-D

Ég átti samt ekkert af því garni sem er gefið upp í uppskriftinni, né heldur efnið, en ég átti Platinum Cashel Linen sem ég fékk frá Silkweaver og fullt af garni frá The Gentle Art sem ég fékk frá þeim líka og ég ákvað að nota það bara. Nú hef ég ekki hugmynd um hvað litirnir heita þar sem þetta var svona bland í poka. Rosalega sniðugt líka, t.d. fyrir fólk eins og mig, sem hefur ekki mikið gert af því að nota svona handlitaða þræði og vill prófa en ekki eyða miklum pening ef maður kemst svo að því að manni líkar ekkert við svona dót.

Indigo Rose, Wildflower HeartsÁ myndinni sést það sem búið er og líka litirnir sem ég ætla að nota :-) Frá hægri talið er sá rauði auðvitað í hjörtun (eins og sést), fjólubláa nota ég í fíneríið sem ég er að sauma núna og er hálfnuð með, hinn fjólubláa notaði ég í tígulinn í kringum hjörtun og sennilega eitthvað meira, en hinir þrír eru bara til að grípa í ef ég skyldi vilja auka litaflóruna :-) Enn sem komið er er ég ánægð með hvernig þetta er að koma út. Þetta er líka eiginlega í fyrsta skipti sem ég breyti litum í mynd sem ég geri, ég hef oft notað liti sem ég á ef ég á ekki akkúrat númerið fyrir myndina sem ég er að sauma í það og það skiptið en ég hef aldrei ákveðið í byrjun að ég skyldi nú hafa þetta svona og hitt hinsegin.. Fattiði? Þetta er bara soldið gaman, að sjá hvernig litirnir sem maður er búinn að velja vinna saman og svona.

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 23:00, |

6 Comments:

Þetta verður geggjað hjá þér, ég sé það bara strax!
Er meira að segja að spá í að gera þessa mynd líka, hún er æðisleg!
Ekki smá fallegt mynstur og það kemur vel út hjá þér. Hlakka til að sjá lokaútgáfuna :)
  At sunnudagur, 28 ágúst, 2005 Anonymous Nafnlaus said:
Þetta er snilld, þú ert snilld. Halltu svona áfram.
Guðbjörg
Takk stelpur :-)

Ég ætla að reyna að klára myndina í dag, ég er langt komin, og þá set ég inn mynd. Það er ekkert smá gaman að sauma þessa mynd :-)
  At sunnudagur, 28 ágúst, 2005 Anonymous Nafnlaus said:
Þetta er ekkert smá flott hjá þér Rósa. Það verður gaman að sjá þegar þú ert búin.

Kveðja,
Edda
Lovely - can't wait to see your progress!