Wildflower Hearts frh.

sunnudagur, ágúst 28, 2005
Mér finnst ekki gaman hvað efnið kiprast til þarna en burtséð frá því finnst mér þetta æði!

Ekki náði ég nú að klára stykkið í dag eins og ég ætlaði mér, en það er nú ekkert voðalega mikið eftir. Ég datt bara úr stuði eftir matinn og sat bara eins og steinrunnin fyrir framan sjónvarpið (eins og dagskráin er nú léleg á sunnudagskvöldum). Ástæðan fyrir framtaksleysinu er að fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí er á morgun... Ég verð vonandi búin að losa mig við þetta slen annað kvöld og get þá einbeitt mér að því að klára þessa mynd.
 
posted by Rósa at 23:04, |

5 Comments:

Aaaaalveg að verða búin! :o)
Hlakka til að sjá hana tilbúna hjá þér og gangi þér vel á morgun í vinnunni... óþolandi svona fyrstu dagar eftir frí :-/
That's absolutely gorgeous! Well done.

I am French and don't understand a word of Icelandic (though my boyfriend does a little, he visited your country and loves it!).

We are in the same Christmas Ornament Exchange and I enjoy looking at your projects!
Geðveikt :) Flott mynd og litirnir góðir sem þú notaðir í hana. Koma vel út.
Þetta er allt að koma :-)
Gorgeous! Looks great!