UFO verkefnið

laugardagur, desember 31, 2005
Ég gleymdi að sýna hvernig gekk með UFO stykkið mitt :-)

Það er algjört æði að sjá hvað ég hef gert mikið í því síðan í ágúst. Ég held að ég hafi byrjað á því snemma á árinu sem er að líða, en eftir að hafa gert húsin í bakgrunninum gafst ég upp og lagði það til hliðar. Ástæðan var sú að javinn er soldið harður og mér fannst vont að sauma í hann af þeirri ástæðu. Líka af því að mér fundust litaskiptin vera ansi mikil og mér fannst ekki mikill árangur sjást af því ég var alltaf að skipta um lit.

Þetta er fyrsta myndin sem ég tók af stykkinu eftir að ég ákvað að það yrði UFO verkefnið mitt.

Þetta er nú smá munur ekki satt? :-D

Hérna er staðan seinast þegar ég tók mynd en það var í byrjun nóvember. Ansi langt síðan :-(

UFO stitching

I seem to have forgotten to post an update on my UFO piece. I love seeing how much progress I've made since I picked it up again in August. I think I started this project early this year but the aida was quite harsh and the frequent color changes were getting to me. These two pics show the progress quite well :-)

Here's a pic from the last time I posted my progress. That was in the beginning of November. It's been too long :-(
 
posted by Rósa at 16:11, |

2 Comments:

Wow, your UFO is a lovely piece! I don't think I have ever seen that one before - happy new year to you!
Wonderful progress Rosa, it's coming along nicely. Happy New Year!