Ég verð bara að biðjast afsökunar á þessu ófyrirgefanlega hléi á útsendingu undanfarna eina og hálfa viku. Spurning hvort það sé einhver eftir til að lesa þessar setningar :-D Allir farnir annað að finna myndir af saumadóti ;-)
En já, í þessu hléi hef ég gert ýmislegt, aðallega ekkert samt. Ég fór reyndar í bæinn þar sem mér var vinsamlegast bent á það af vinkonum mínum að ég hefði ekkert látið sjá mig í bænum frá í ágúst í fyrra og það var víst óásættanlegt. Sem ég og samþykkti. Þannig að það var brunað í bæinn og farið á Bubba-tónleika og Todmobile ball á Hótel Selfossi. Eða Stelfossi eins og sá staður heitir núna meðal minna vina. Löng saga, en það var sem sagt tösku stolið af vinkonu minni en sem betur fer fengu þjófarnir lítið upp úr krafsinu nema gemsa, meik og eyeliner. Já, og lykla, sem var verra, og hefði mátt sleppa að stela þeim. Taskan fannst aftur.
Þetta er nú það markverðasta sem gerðist. Ég hef ekkert saumað. Ég er opinberlega komin í saumalægð og sér ekki fyrir endann á henni. Það virðist samt hafa lítil áhrif á kaupaæðið.. Sem er soldið skrýtið.. En mér er ekki treystandi til að fara á ONS án þess að setja eitthvað í körfuna (sem ég kaupi síðan ekki því ég má það ekki! Og ég hef ekki efni á því :-D Það er kannski meira það sem stoppar mig). Reyndar gerði ég eina mynd sem ég á eftir að ramma inn og gefa. Engar myndir þar sem manneskjan les þetta blogg eftir því sem ég best veit. Síðan sú mynd kláraðist hef ég ekki haft löngun til að taka upp nál. Ég ætla bara að leyfa þessari lægð að renna sitt skeið, vonandi er þetta bara stutt tímabil.
Sorry for the unexpected absence
I know it's unforgivable to leave without saying anything and I apologize. It will not happen again. Promise. I wonder if anybody still reads this :-D Everybody's gone elsewhere to find pictures of stitching stuff.
In my break from blogging I didn't do much, I went on a pre-weekend trip to Reykjavík (thursday to saturday, only half the weekend, I had work on sunday). My friends pointed it out to me that I hadn't been to visit since the beginning of August last year and that was unacceptable. I agreed and got in my car and drove there. I went to one concert and one dance in Selfoss. My friends bag got stolen with keys and cell phone and beauty products in it. Thankfully she had her plastic fantastic in her pockets, not the bag, so no money was stolen but the stolen housekeys weren't what she bargained for. The bag was found.
I haven't stitched at all lately. I'm officially in a stitching slump which has no end in sight. It does however have no effect on my buying frenzy.. Which is weird.. But I'm not to be trusted to go to an ONS and not put things in the virtual basket (which I don't buy because I'm not allowed yet! And I can't afford :-D Which is more the reason why I empty the basket eventually without buying). I did actually start and finish one design last week but it's a gift so no pics till the receiver has got it. I still have to frame it though and then it's going to it's owner. Since that project I haven't picked up a needle. Have no longing to do so. I think I'm just gonna let this slump take it's course, hopefully it will be a short one.
Efnisorð: Life, other