Afmælisdagurinn

miðvikudagur, júlí 26, 2006
Afmælið mitt var í gær og ég fékk sko fullt af glaðningum í póstinum :-) Ég tek sem sagt þátt í afmælisleik í saumaklúbbnum Allt í Kross og við erum 8 sem erum í þessum hóp og þegar ein á afmæli sendum við hinar henni eitthvað skemmtilegt (vonandi) og í gær fékk ég sko heilan helling af skemmtilegum pökkum :-D Ég ætla bara að setja inn myndir svo þið getið fengið að sjá.
Frá Rósu Tom:

Frá Björgu:

Frá Guðbjörgu:

Og síðast en ekki síst, frá Guðrúnu Ágústu:
Ég er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman og ekki er verra að vita að meira er á leiðinni :-D Það er sko gaman að eiga afmæli þegar maður fær svona marga flotta pakka :-D

Svo vil ég endilega þakka kærlega fyrir allar afmælisóskirnar í gær, bæði sem komu á klúbbnum og hér á blogginu. Mér þykir afskaplega vænt um þær allar :-)

Birthday

My birthday was yesterday and I got a boatload of packages in the mail :-) I'm taking part in a birthday game in my online stitchign club Allt í Kross and we're 8 in this group and when one of us has a birthday the others sends her a fun package. And boy did I get a lot of fun packages. I just took pics so you could see for yourselves :-D

I'm so over the moon with all of these gorgous packages and it's not bad to know more is on the way! :-D It's so much fun to have a birthday when you get so many gifts :-D

And I'd like to thank for the birthday wishes, they mean a lot to me :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 16:25, | 7 comments

Vetrardrottningin

mánudagur, júlí 24, 2006
Þetta er svona örpóstur þar sem ég er að fara að mæta í vinnu bráðum. Mig langaði bara til að monta mig aðeins af Vetrardrottningunni sem ég var að sauma í í gærkvöldi og í morgun.

Hún er búin að lengjast helling frá því seinast!

Winter Queen

This is a quickie post because I need to be at work soon. I just wanted to brag about my progress on Winter Queen that I worked on last night and this morning.

She's getting taller!

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 11:12, | 6 comments

Afmælisgjöf :-)

sunnudagur, júlí 23, 2006
Um áramótin skráði ég mig í afmælisleik í Allt í Kross saumagrúppunni þar sem ég geri aldrei neitt mikið úr afmælinu mínu og held t.d. ekki upp á það. Með því að skrá mig í þennan leik ætlaði ég að reyna að gera þennan dag (25. júlí, næsti þriðjudagur) meira spennandi og eftirminnilegan. Jæja, ég fékk fyrsta pakkann (hann er frá Rannveigu Lenu) í póstinum fyrir helgi en ég ætlaði að reyna að vera sterk en auðvitað brotnaði ég saman og opnaði gripinn ;-)

Ég er alveg rosalega sátt við þetta allt. Ótrúlegt en satt, þá er ég ekki búin með súkkulaðið! En ég er langt komin með það ;-) Svo fékk ég garn, maður á aldrei nóg af því, svo er þetta alveg rosalega fallegt efni frá Silkweaver og er Solo þannig að það heitir ekkert en mikið er það fallegt. Aida efnið er fallegt líka og munstrin eru flott. Mér finnst Paula Vaughn gera fallegar myndir, soldið nostalgíulegar en það er flott :-)

Birthday gift

Last December I signed up for the birthday game in my online stitching club, Allt í Kross, because I usually don't make a big deal out of my birthday, f.x. I don't celebrate it. By signing up I was trying to make this day a little more special for me and to have something to look forward to. Well, I got the first package (from Rannveig Lena) right before the weekend and I was planning on staying strong and not open it till tuesday (that's my birthday, the 25th of July)but of course I broke down and opened it ;-)

I'm totally cool with all of the things she gave me. Unbeliavebly I haven't finished the chocolates but I'm halfway there ;-) As you can see I got floss, one can never have enough of that. She also gave me a beautiful Solo from Silkweaver and it's gorgeous. The Aida is a lovely color too and I like the patterns. They're Paula Vaughn patterns and I really like her designs. They're filled with nostalgia but that's just cool :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 12:37, | 1 comments

Drekinn

miðvikudagur, júlí 19, 2006
Svona lítur drekinn hennar hafrúnar út eins og er. Það gengur alveg sæmilega að sauma hann, og ég ætti að klára fyrir mánaðarmót. Hann verður afskaplega sætur :-D

Á mánudag gat ég ekki haldið mig frá Vetrardrottningunni og ég hélt áfram að sauma í hana fram eftir degi (frídagur :-D) en ég hélt áfram á sömu svæðum og ég var að sauma í um helgina. Núna, þegar ég get setið og saumað svona stór svæði með einum lit, þá finnst mér ganga miklu betur en áður. Mér finnst svo róandi og ánægjulegt að sauma í hana, ekki að mér hafi þótt hún eitthvað leiðinleg áður, en mér fannst hún bara ekki ganga nógu vel. Öfugt við núna. Svo er það kannski ákveðin tilbreyting að sauma svona stór svæði með einum lit, RR stykkin hafa nú ekki verið mikið svoleiðis sem ég hef verið með. Tebollinn var náttúrulega Stoney Creek þannig að þar lá við að litaskiptin væru eftir hvert spor. Drekinn er kannski ekki jafn slæmur, en ekki er hann einlitur ;-D Annars finnst mér bara gaman að sauma hann. Ég sauma ekki svona myndir venjulega og kannski er það ákveðin tilbreyting að sauma dreka.

The Dragon

This is how Hafrun's dragon looks like now. It's coming along very nicely, and I should be finished before the end of the month. It's going to be so cute :-D

On monday I couldn't keep myself away from the Winter Queen and I kept stitching on her into the afternoon (I had a day off :-D) but I kept to those areas I was working on this weekend. Now when I've been stitching these big areas with only one color at times, I find that she's coming along much faster than before. I find it so soothing and pleasurable to stitch on her, not that she wasn't before, I just felt she wasn't going fast enough. Opposite from now. So maybe it's a certain change to stitch such big areas with one color, the RR's haven't exactly provided that enjoyment for me. The teacup was of course from Stoney Creek so there it seemed that the colors changed with every stitch. The dragon isn't as bad in that department, but he's not only in one color ;-D But I do like stitching him. I don't usually do this type of design so it's also a change of pace for me.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 11:10, | 2 comments

Júlí Stitch-a-thon

mánudagur, júlí 17, 2006
Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram! Þessi helgi var Stitch-a-thon helgin á Friends Gather BB og þá velur maður sér eitt verkefni og vinnur með það alla helgina og tekur svo mynd af árangrinum (til að bera saman við myndina sem maður tók fyrir helgina :-D ). Ég ákvað að vinna með Vetrardrottninguna eins og alltaf áður held ég, en eitthvað fór lítið fyrir saumaskapnum á föstudagskvöld, ég var svo þreytt þá að ég sofnaði áður en ég náði að setja inn "fyrir" mynd á Friends Gather, hvað þá að ég næði að sauma í hana. Svo var ég auðvitað að vinna um helgina (hvað annað) þannig að ekki saumaði ég mikið á hana á laugardaginn en í gær sat ég og sat og saumaði og saumaði langt fram á nóttu. Var að horfa á Sin City líka í DVD spilaranum. Ágætis skemmtun það, hélt mér fanginni til að ganga 3 í nótt :-) Og það besta var að ég gat auðveldlega saumað með og svei mér ef ég hef ekki bara náð ágætis árangri með drottninguna mína. Hún er reyndar orðin alltof stór núna fyrir Q-snapið mitt en ég reyndi að ná mynd af henni allri í þetta skiptið.

Er hún ekki flott? :-D

Hérna er linkur á mynd af henni síðan seinast ég saumaði í hana.

July Stitch-a-thon

Unbelievable how time flies! This weekend was Stitch-a-thon weekend on Friends Gather BB and then you chose a project to work on all weekend long and then take a picture of the progress you made (to compare to the before photo you took at the beginning of the weekend :-D ). I decided to work on my Winter Queen as I've done always before but there wasn't much work done on friday night, I was so tired then I fell asleep long before I managed to post the before photo to the forum, much less stitch on it. And I was working all weekend (what else) so I didn't stitch an awful lot on her on saturday but yesterday I sat and sat after work and stitched and stitched long into the night. I watched Sin City also on the DVD player. It was good entertainment, held me captive till around 3 am :-) The best thing was I could easily stitch as well as listening to it and looking up when the most important parts were taking place. I do believe I made good progress on the Winter Queen. She's gotten way to big for the Q-snap now but I did try and get a photo of all of her this time.

Here's a before pic of her.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 11:39, | 2 comments

Vöggusettið

mánudagur, júlí 10, 2006
Hér kemur mynd af vöggusettinu sem ég hef nokkrum sinnum minnst á hérna á blogginu.

Click for larger picÞetta er alveg hörmuleg mynd, birtan sem kom inn um gluggann gerði litina alveg hræðilega og ég reyndi að breyta þeim í forritinu sem ég minnkaði myndina í en ekki skánaði það nú mikið við það.. En þetta er vonandi í lagi, þið sjáið þó rósina :-) Þ.e. ef þið klikkið á myndina og sjáið hana í stærri útgáfu.

Ég er ekki alveg búin með þennan borða en það á eftir að koma rós vinstra megin við stafina og eitthvað aðeins meir. Litirnir sem ég valdi eru grænir og appelsínugulir, þar sem ekki er vitað hvers kyns barnið verður (ég held að foreldrarnir vilji ekki vita það, a.m.k. hafa þau ekki sagt neinum frá). Þetta er svona gobelin spor og mjög fljótlegt að sauma þegar maður gefur sér tíma í að sauma það.

The crib set

I've mentioned this crib set a couple of times on this blog so I thought I'd post a pic of it. It's a horrible picture, the light from outside turned the colors into something horrible and I was trying to fix it in the program I use and it didn't do much good.. I hope it's ok, at least you can see the rose :-) That is if you click on the pic, it takes you to a larger version of it.

I'm not quite done with this piece, it's missing a rose on the left of the lettering (which says Sleep Tight in Icelandic) and other stuff. The colors are green and orange because noone knows the sex of the baby (I don't think the parents know, at least they haven't told anyone). This is called gobelin and it's done on hardanger fabric. It's very quick to stitch once you give yourself time to do it.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:23, | 1 comments

24 tíma áskorun

Þessa helgi var 24hr Challenge á Friends Gather BB eins og áður sagði og ég ákvað að byrja á RR-num hennar Hafrúnar, og fann voða sætan dreka á netinu sem ég ákvað að sauma. Hann er freebie frá Dragon Dreams og munstrið heitir MY treasures. Ég náði ekki að klára myndina á þessum 24 tímum en ég náði að gera heilan helling og er bara þokkalega ánægð með árangurinn.

Click for larger pic.

24hr Challenge

This weekend was reserved for the 24hr Challenge on Friends Gather BB like I said before and I decided to start Hafrun's RR, and I found the cutest dragon online that I decided to stitch on her RR piece. It's a freebie from Dragon Dreams and the pattern is called MY treasures. I didn't finish it in those 24 hours but I did make a considerable start and am really pleased with the results.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 02:01, | 2 comments

Joy jólaskraut

laugardagur, júlí 08, 2006
Ég byrjaði í vikunni á jólaskrauti þar sem mig langaði til að klára eitthvað lítið og sætt áður en næsti RR kæmi og ég færi að vinna í honum. Vegna anna náði ég ekki að klára jólaskrautið fyrr en í dag en ég er svakalega ánægð með það. Ég á reyndar eftir að "klára" klára :-D Þetta verður svona mini nálarúlla eins og Love Ornament sem ég gerði í Janúar eftir sama hönnuð, Jeannette Douglas. Munstrið var í Just Cross Stitch Ornament issue frá árinu 2003 og ég fór alveg eftir uppgefnum upplýsingum, þ.e. ég notaði það garn og efni sem mælt var með í blaðinu. Þetta er saumað á 28ct latte Country French linen með Needle Necessities garni (græni er liturinn sem Danielle gaf mér í jólaskrautsskiptunum í fyrra :-D ),Kreinik Braid sem er handlituð af Needle Necessities (rosalega sniðugt), Kreinik blending filament, GAST, DMC árórugarni sem og perlugarni og Mill Hill perlum. Soldið langur listi fyrir ekki stærra skraut :-D

Click for larger picÉg er virkilega ánægð með útkomuna en mér fannst ansi leiðinlegt að sauma með Kreinik Blending filamentinu enda gleymdi ég að nota Thread Heaven! :-( En það kennir mér bara að nota það næst :-)

Næsta mál á dagskrá er að finna dreka fyrir RR-inn hennar Hafrúnar og svo er þessi helgi 24hr Challenge á Friends Gather BB og ég ætla að taka þátt. Kannski ég nái að finna dreka sem passar við RR-inn og slá þannig tvær flugur í einu höggi :-)

Joy ornament

I started this ornament this week because I wanted to finish something small and cute before the next RR would arrive. Because of other stuff I didn't finish it till today but I'm extremely happy with it. I do have to actually "finish" it as a needleroll :-D It's like the Love ornament I made in January by the same designer, Jeannette Douglas. The pattern was in Just Cross Stitch ornament issue from 2003 and I followed the recommendations for fibers and fabric. It's done on 28ct latte Country French linen with Needle Necessities floss (The green one is a gift from Danielle from last years Ornament Exchange on SBEBB :-D), Kreinik braid overdyed by Needle Necessities (very interesting), Kreinik Blending filament, GAST, DMC floss and DMC perle coton as well as Mill Hill beads. That's quite a list for such a small ornament :-D

I'm really pleased with the results but I did find it very boring to work with the Kreinik BF, probably because I forgot to use Thread Heaven! :-( But this teaches me to not forget next time :-)

Next on my agenda is to find a dragon for Hafrun's RR and this weekend is the 24hr Challenge on Friends Gather BB and I'm taking part. Maybe I'll find a dragon that fits the RR and will be able to hit two birds with one stone :-) or something like that :-D

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 14:18, | 1 comments

Markmiðssetning fyrir Júlí

miðvikudagur, júlí 05, 2006
Fyrst Júní og hvernig hann gekk upp.
  • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Ég tók þátt og notaði tækifærið til að byrja á RR-num hennar Svandísar sem ég kláraði í dag.
  • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Ég saumaði Mill Hill skraut og það verður bara að vera skrautið fyrir júní.
  • Mirabilia SAL.
  • Margaret Sherry SAL. Ekki saumaði ég mikið í þessu en ég ætla að sauma aðeins í þessu í kvöld :-)
  • UFO þriðjudagar. Ekkert gert.
  • Woodland Grace SAL. Kláraði gersemina :-D
  • Afmælisleikur Allt í Kross. Já, það er að koma frá útlandinu sem ég ætla að gefa og ég vona að það komi í tæka tíð!
  • Stitch-a-thon á Friends Gather BB. Þriðja helgin í hverjum mánuði. Ég saumaði í Vetrardrottningunni og náði að gera þvílíkt mikið. Ég tek sko þátt aftur!
  • Hör/Evenweave RR í Allt í Kross. Kláraði í dag :-)
  • Vöggusettið fyrir litla frænda minn sem er á leiðinni í heiminn :-D Gerði ekkert í þessu af viti amk. Verð að taka mig á.

Þá er það Júlí:
  • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Þetta er næstu helgi held ég og ég ætla að taka þátt.
  • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Eitt jólaskraut á mánuði. Í Júlí er það Jeannette Douglas Designs sem er þemað. Ég ætla að gera eina af nálarúllunum hennar.
  • Stitch-a-thon á Friends Gather BB. Þriðja helgin í hverjum mánuði.
  • Mirabilia SAL.
  • Margaret Sherry SAL. Vonandi klára ég kisann!
  • UFO þriðjudagar.
  • Afmælisleikur Allt í Kross. Tvö afmæli í júlí, en annað er mitt afmæli ;-)
  • Hör/Evenweave RR í Allt í Kross. Næsti RR er Hafrúnar RR og drekar eru þemað þar. Þarf að finna mynd :-)
  • Vöggusettið. Verð að klára a.m.k. á sængina. Það er svo lítið eftir.

Goals for July

In June I finished Mill Hill's Woodland Grace as well as one of their Charmed Mitten series, Patchwork Holiday. I did finish the RR a little late but it's off to it's next destination now. I made considerable progress on the Winter Queen and the crib set did get a little attention even if it wasn't a whole lot.

July is going to be busy, not only on the stitching front but at work too. I just hope I'll have enough energy when I get home to stitch something. I'm going to try and stitch at least an hour a day. That way I may get some progress done on the things I've got going. Like the Margaret Sherry SAL, 12 days of Christmas. It's been on the backburner for ages now.
 
posted by Rósa at 16:38, | 0 comments

Round Robin loksins búinn

Ég skammast mín fyrir að vera svona lengi með þennan Round Robin en mín ömurlega afsökun er sú að ég var svo þreytt um helgina að ég náði ekki að sauma neitt af viti í hann og þess vegna er ég fyrst núna að klára hann. Ég fer beina leið á pósthúsið um leið og ég er búin að pósta þessari færslu.

En mikið rosalega er tebollinn fallegur.. Ég held ég nenni samt ekki að sauma hann aftur, en það var gaman að sauma hann samt og ekki skemmir hvað hann er sætur svona tilbúinn :-)

The Round Robin is finally finished

I'm really ashamed of how long it's taken me to finish this Round Robin, but my pitiful excuse is that I was so tired over the weekend (12 hr shift and waking up before dawn (if the sun would have set ;-D) drains my crafty good intentions) and so I just finished all the backstitching just now and as soon as this post is published I'm going to the post office to send it off to Edda who's next to stitch a teacup on it.

But it's amazing how beautiful this teacup is.. I don't think I'll ever stitch it again but it was fun to stitch and it doesn't hurt that it's so pretty :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 13:53, | 4 comments

Monthly Bits

þriðjudagur, júlí 04, 2006
Ég var að fá Monthly bits sendinguna í dag og mikið rosalega er ég ánægð með litina sem komu, ég er nefnilega ansi hrifin af rauðum litum þó ég eigi fá hluti sem eru þannig á litinn. Svo var ég að skrá mig í Redwork Exchange á SBEBB og þessir litir koma margir vel til greina þar :-) Svo eru nöfnin á þeim alltaf jafn flott, það er Vampire's Kiss, Bush Fire, Poppy og Crab Cakes. Ég elska hugmyndaflugið hjá þeim sem nefna litina :-D

Svo er WDW garnið ekkert smá flott líka :-)

Monthly bits

I just got the Montly bits in the mail and I just love the colors chosen, I actually like red colors alot even though I own very few things that are reddish in color. And because I just signed up for the Redwork exchange on SBEBB these colors may come in handy when choosing a design :-) And I just adore the names of these hand-dyed threads, these have names like Vampire's Kiss, Bush Fire, Poppy and Crab Cakes. Wonderful imagination of the folks that come up with these names :-D

And the WDW threads are awesome too :-)

And while I remember Happy 4th of July to you Americans that read this blog :-D

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 14:04, | 3 comments