Apríl?

miðvikudagur, mars 29, 2006
Það er óhugnanlega stutt síðan það voru áramót! Og svo er bara kominn Apríl!?! Hvað gerðist? En já, það eru markmiðin. Fyrst eru það auðvitað markmið marsmánaðar.
  • 24hr Challenge á Friends Gather BB. Jé, ég tók þátt og saumaði jólaskraut sem var líka fyrir næsta atriði á listanum :-)
  • Ornaments with KarenV á Friends Gather BB. Sjá fyrsta punktinn.
  • Mirabilia SAL. Ég var bara mjög dugleg í þessum mánuði, ég get verið bara stollt af sjálfri mér :-D
  • Margaret Sherry SAL. Ein mynd a.m.k. á mánuði. Ég kláraði febrúarmyndina og líka gæsina sem var fyrir Mars. Er komin á rétt ról aftur :-)
  • UFO þriðjudagar. Hmm, ég hef ekki verið dugleg í þessum í mánuðinum.
  • Woodland Grace SAL. Ja, ég er a.m.k. byrjuð :-)
  • Afmælisleikur Allt í Kross. Næsta afmæli er reyndar í Maí en það er aldrei of snemmt að byrja að spá :-) Má ekki gleyma, mánuðirnir þjóta svoleiðis framhjá..
  • Stitch-a-thon á Friends Gather BB. Þetta er þriðju helgina í hverjum mánuði. Ég tók ekki þátt núna, var að vinna alla helgina og gat lítið sem ekkert saumað.
  • Nálarúlluskipti á EMS Board. Saumaði og sendi og hún var móttekin :-)
Svo saumaði ég aukalega skærafob handa sjálfri mér og auðvitað Snjókallarúlluna :-) Góður mánuður bara.

Næsti mánuður lítur einhvern veginn svona út. Ég held að það sé ekkert meira. En þetta er nú alveg nóg :-) Annars langar mig doldið að gera afghaninn sem ég fékk í póstinum í þessum mánuði. Hefur einhver saumaði í svona Lady Elizabeth afghan? Á maður að gera yfir einn þráð eða tvo? Ég var að spá í að byrja á því einhvern tímann fljótlega og gera eina mynd á mánuði. Eða meira ef ég er í stuði :-)

April already?

I can't believe the year is 1/4 over.. It's mindblowing.

As this post is about goals, I'd like to say that I'm quite proud of my accomplishments this month, I did manage to make myself a scissor keeper and of course the snow fall roll plus the things I set out to do (except for the Stitch-a-thon and I haven't been really productive in the UFO tuesdays project). Overall I'm pleased with this month. Next month is going to be exactly the same except instead of a needleroll exchange I have a biscornu exchange on the SBEBB. And I hope to be able to join the Stitch-a-thon in April. I was busy working that weekend this month so I couldn't join. Which is a shame coz I enjoy those.

Lastly, one question about afghans. Those of you that have stitched on Lady Elizabeth afghan, do I stitch over one or two threads? I really want to start the afghan I got in the mail this month (the kitty one) and do maybe one square a month. Or more if I'm up to it :-)
 
posted by Rósa at 19:06, | 0 comments

Snjókallanálarúllan tilbúin!

Mikið er hún flott :-) Afsakið samt myndina, ég þurfti að nota flassið og þetta kom bara alls ekki vel út. Svo er hin svo hreyfð að það hálfa væri nóg. Ég er soldið skjálfhent þegar ég er þreytt :-D

Ég tók samt eftir tveim mistökum í dag þegar ég var að sauma seinustu perlurnar í. Ég taldi vitlaust þannig að efsta og næst efsta röðin (smyrnakrossarnir og snjókornin) eru tveim þráðum of ofarlega. Sem gerir svo sem ekkert til, skárra en að ég hefði talið of lítið! En hin mistökin eru aðeins kjánalegri. Ég þarf augljóslega að taka mig á með að lesa leiðbeiningar. Smyrnakrossarnir eiga nefnilega ekki að vera svona stórir eins og ég geri þá, þeir áttu að vera fjórir á þessu svæði sem ég set einn. Ég bara nennti ekki að laga þetta í dag, enda finnst mér þetta koma bara vel út. Hitt væri eflaust æðislegt líka en mér finnst þetta koma ágætlega út. Ef ég hefði verið óánægð með útkomuna hefði ég pottþétt rakið það allt upp til að gera þetta rétt. Kannski ég geri þessa rúllu handa einhverjum í framtíðinni og þá get ég gert hana alveg eins og í leiðbeiningunum :-)

Ég lærði 2 ný spor, medallion stitch og three sided stitch. Sem er alveg eins og four sided stitch, nema með þrem hliðum í stað fjögurra :-D En það er alltaf gaman að læra nýja hluti :-)


Snowfall needleroll HD!

I really like this one :-) I'd like to apologize for the photo, I had to use the flash and it just didn't come out that great. And the other one is so blurred it's terrible. My hands get a little shaky when I'm tired :-D

Nevertheless, I noticed two mistakes while I was adding the beads today. First off, the two top bands are two threads too high. Which is ok, much better than if it had been the other way round! I don't really mind that mistake. The other one is kinda silly. I really must read the instructions better in the future. The smyrna crosses aren't supposed to be that big. In the instructions it's shown that there are supposed to be 4 smyrna crosses where I only put one. That was a major downer first, but I just didn't feel like ripping the big ones out and besides I like the way the roll looks with the big smyrna crosses. If I didn't like it I would definately rip them out and do it the way it's shown in the instructions. I may even do this roll again in the future and then I will do it like it's supposed to be :-)

I learned two new stitches, medallion stitch and three sided stitch. That last one is just like the four sided stitch except this one has 3 sides and the other 4 sides :-D But it's always fun to learn new things :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 01:44, | 5 comments

Ný nálarúlla og litlu kisurnar mínar

sunnudagur, mars 26, 2006
Ég byrjaði á snjókalla nálarúllunni minni frá Shepherd's Bush á mánudaginn seinasta, við Linda ákváðum að reyna að sauma hana á sama tíma :-) Ég veit ekki hvernig henni gengur með hana, en ég er ekki búin að vera neitt voðalega dugleg að sauma í þessari nálarúllu, sem er soldið skrýtið þar sem þetta eru snjókallar sem ég er svo skotin í. Ekki að það sé leiðinlegt að sauma hana, það er bara búið að vera einhver leiðindi í mér undanfarið og ég hef lítið saumað (miðað við stundum). Kannski er það bara vorið sem fer svona í mann, maður vill frekar vera úti en að sitja inni og sauma? Veit ekki.

En já, ég vildi sýna status mynd af árangrinum.

Svo er önnur mynd sem ég vil endilega sýna, ég er nefnilega með pínu-ponsu-litla kettlinga og þeir eru allir sofandi núna (sem er kraftaverk, þetta er ótrúlegt hvað þeir hafa mikla orku!) og ég bara varð að smella mynd af þeim :-) Yfirleitt þegar ég reyni þá eru þeir ekki allir á sama stað og einn fer í burtu eða allt er svo hreyft að það hálfa væri nóg. En núna tókst þetta með miklum ágætum :-)

Það er svo sætt að sjá þá þarna með Simba úr Lion King :-D

A new needleroll and my littlest kittens

I started my Snowfall needleroll (from Shepherd's Bush) on monday, Linda and I are doing a kind of a SAL :-) I don't know how she's coming along but it's been rather slow going for me with this one, which is kinda strange coz it's snowmen and they're my favorite. And it's not that I don't like stitching it. I've been feeling kinda off lately and haven't been stitching a whole lot (not like usual at least). Maybe it's just the spring time affecting me like this, wanting to spend more time outside than inside stitching? Dunno.

Well, I wanted to show a status pic of my needleroll.

And here's another pic to show off, the lady of the house had kittens a little while ago and they are so cute! They're all sleeping right now (which is a miracle, it's amazing how much energy thise little things have!) and I just had to capture this cuteness :-) Usually when I try to take a pic of them they move or one goes off or the picture is blurry but this time it's perfect :-) They're so adorable lying there with Simba from Lion King :-D

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 22:22, | 5 comments

Vetrardrottningin 10. færsla

This is where I stitched tonightÉg sat aðeins með Vetrardrottningunni í kvöld og saumaði í hárinu á henni og svo í öxlinni hennar og kjólnum þar. Ég er búin með næstum alla krossa í hárinu á henni núna, það vantar bara grænu litina og svo eru þarna tvö eða þrjú gleymd spor, ég tók ekki eftir þeim þegar ég var að sauma einn litinn en það er svo lítið mál að gera þessi örfáu spor að ég nenni því ekki :-D

A view of the whole thingÉg þarf að fara að fjárfesta í framlengingu á Q-snapið því ef ég held áfram niður kjólinn þá mun drottningin verða of stór í þetta Q-snap sem ég á (en ég verð víst að sauma niður kjólinn ef ég ætla að klára hennar hátign einhvern tímann :-D )

Winter Queen part 10

I sat with the Winter Queen tonight and stitched on her hair as well as her shoulder and the shoulder of her dress. I'm almost done with the cross stitches in her hair, there is only the greens left and there are also a couple or so stitches that I kinda forgot. I didn't notice the symbols on the chart when I was stitching one color so a few are empty now. It's such an easy thing to fix that I just can't be bothered :-D How lazy is that? :-D

I really need some extender bars for my Q-snap.. If I decide to stitch farther down her dress (which I have to do if I plan to finish her some day :-D) then I can't use the Q-snap no more..

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 00:58, | 2 comments

Lottery Exchange

laugardagur, mars 25, 2006
I got this adorable little wall hanging from Nancy :-) It was my win in the Lottery Exchange on the SBEBB and it's just so cute :-) I love the cup and the cloud pattern on it. Very pretty. Nancy also sent me some tea and a skein of limited edition Stranded by the Sea floss. Very pretty pinkish color. I've been spoilt :-D



I would like to thank you guys for the wonderful comments you've made the last few days about my new look :-) It's always nice to have comments and you guys have been so supportive :-) It's awesome! :-D

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 19:31, | 1 comments

Nýtt útlit

miðvikudagur, mars 22, 2006
Jæja, það eru svo margir bloggarar sem ég heimsæki oft búnir að skipta um lúkk á bloggunum sínum að ég smitaðist og ákvað að breyta hjá mér líka :-) Ég var líka orðin soldið leið á grænu doppunum..

Þetta útlit fann ég eftir smá leit hérna. Það heitir Subdued Lily og ég varð voðalega skotin í því strax. Það tók smá tíma að gera þetta nothæft, en ég vildi auðvitað hafa progress bar áfram í hliðarmenu og ég vildi hafa bloggrúlluna mína. Ég held ég hafi náð að laga þetta nokkuð vel að mér og mínum þörfum núna og er bara nokkuð sátt. HTML er kannski ekki mín sterkasta hlið en ég náði tökum á þessum breytingum nokkuð auðveldlega :-)

New look


A lot of the bloggers I follow have been changing the look of their blogs recently and I caught the bug and decided to change my look too :-) I'll admit I was a little sick of the green dots..

I found this look at this place. It's called Subdued Lily and I fell for it immediately. It took a little while to make it usable, because of course I wanted to keep the progress bars and the blogroll. I think I've adjusted this look to fit me and my needs and am quite content. HTML is not my strongest suit but I handled these changes quite easily :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 17:34, | 6 comments

Vetrardrottningin færsla 9

þriðjudagur, mars 21, 2006
Ég hef haft mikið samviskubit undanfarið af því ég hef ekki sinnt Vetrardrottningunni minni nægilega. Það var UFO dagur í dag og ég ætlaði að vinna í Window To The West en þegar ég settist niður til að sauma eftir að hafa póstað seinustu færslu varð samviskubitið þess valdandi að ég ákvað að sauma í Vetrardrottningunni. Enda er hún að fara að verða UFO með þessu áframhaldi! Ég hefði unnið í henni um helgina á Stitch-a-thon SAL á Friends Gather en ég var bara að vinna svo mikið að ég hafði varla orku til að halda á nál hvað þá að nota hana til að sauma með..

Ég tók tvær myndir af árangrinum, önnur af henni allri, en hin er af andlitinu enda hélt ég áfram að vinna í hárinu á henni. Það er nú ekki mikið eftir þar :-)

Þessi árangur er nú ekki allur frá í kvöld, en ég saumaði aðeins í þessari mynd í byrjun mánaðarins, minnir að það hafi verið 1. mars meira að segja.

Winter Queen, part 9

I've been thinking alot about my Winter Queen lately and how neglected she must feel. Today was UFO day and I had planned to work on Window To The West but when I sat down after posting my last entry to this blog I noticed the lady and felt horrible. That resulted in me picking her up and I did make a little progress. But if this carries on I have a new UFO on my hands. I really need to be more attentive to my Queen. I would've worked on her last weekend at the Stitch-a-thon at Friends Gather BB but I had to work the whole weekend so when I got home I was so tired that I couldn't even hold a needle, so stitching with one was out of the question..

I took two pics of my progress so far, one is of the whole thing and the other is a close-up of her face. I continued to stitch her hair tonight. There's not much left to do of that :-)

I must say though that this isn't all from tonight's work. I did pick Winter Queen up and stitched a bit on her in the beginning of the month, I think it was March 1. actually.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:17, | 2 comments

Margaret Sherry SAL - 7. myndin tilbúin!

Ég náði að klára blessaða gæsina í dag, en ég ákvað að vinna í henni fram að kvöldmat. En ég sá að það var svo lítið eftir að ég ákvað að klára hana bara :-)

Hérna er svo mynd af öllu saman. Þetta er ekkert smá gaman, að sjá stykkið vaxa svona fyrir augunum á manni :-D


Margaret Sherry SAL - 7. happy dance!

I managed to finish the goose today, I had decided to stitch on it till dinner time. But then there was so little left that I decided to just finish :-)

There is also a pic of all 7 designs. I love this project, seeing the wall hanging grow right in front of my eyes :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 19:28, | 5 comments

EMS nálarúlluskipti

mánudagur, mars 20, 2006
Konan sem ég saumaði nálarúllu fyrir í nálarúlluskiptunum á EMS síðunni er búin að fá hana og mikið rosalega er ég fegin því að henni líkaði það sem ég gerði handa henni.

Before I handsewed it togetherThe finished productÉg saumaði nálarúllu frá Lavender Wings en munstrið heitir Planted Hearts. Ég valdi að sauma hana á handlitað efni frá Silkweaver sem ég átti (enda átti ég ekki það sem var tiltekið í munstrinu) og mér fannst passa vel við. Sá litur sem ég valdi heitir Carol's Meadow og er virkilega fallega ljósgrænn. Ég var voðalega sátt við útkomuna enda var mjög erfitt að skilja við gripinn þegar kom að því að senda rúlluna til eiganda síns :-)

Talandi um Silkweaver þá fékk ég loksins desember pakkann í FOTM klúbbnum sem ég er í í dag.. Betra seint en aldrei, ekki satt :-D Efnin voru öll glitrandi (opalescent) og virkilega falleg. Þetta voru 32ct Lugana Ice Blue, 32ct Lugana Porcelain og 28ct Jazlyn Iris Garden.

EMS Needleroll Exchange

The lady I stitched a needleroll for in the exchange I took part in on the EMS board has informed me that she's received it and I'm so glad that she said she liked it :-)

I made a needleroll from Lavender Wings but the pattern is called Planted Hearts. I chose to stitch it on a handdyed jobelan from Silkweaver that I had (I didn't have the color that the pattern called for anyway) and I felt would work for this particular design. The color I chose is called Carol's Meadow and it's a really pretty light green. I was really happy with the resulting needleroll and it was really hard to part with it when it came time for sending it off to it's owner :-)

Speaking of Silkweaver, I finally got the december package in my FOTM club. Better late then never, I guess :-D The fabrics I got were all opalescent and so pretty. They were 32ct Lugana Ice Blue, 32ct Lugana Porcelain and 28ct Jazlyn Iris Garden.

Efnisorð: , , ,

 
posted by Rósa at 19:26, | 6 comments

Margaret Sherry 12 dagar jóla

laugardagur, mars 18, 2006
Ég byrjaði í gærkvöldi að sauma í gæsinni sem er næst á dagskrá hjá mér í 12 dögum jóla. Ég hef ekki náð að gera eins mikið og ég vildi, sérstaklega vegna þess að ég sat bara og glápti á sjónvarpið í kvöld :-) En ég var eitthvað að þykjast að sauma í kvöld.. það eru bara ekki allir dagar saumadagar sko! En já, ég er kannski búin með 30% af gæsinni og mikið hlakka ég til að sjá hana tilbúna :-D Hún er svo sæt og krúttleg með eggin sín :-)


Margaret Sherry 12 days of Christmas

I started on the 7th pic last night which is the goose. I didn't manage to do as much as I liked last night and tonight, especially because I just sat and watched tv tonight :-) But I was with the needle in hand and ready to stitch.. I guess some days aren't stitchy days! But yeah, I think I may have done about 30% of the goose and I look forward to seeing her finished :-D She's so adorable and cute with her eggs :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 00:04, | 3 comments

Skærapúði

miðvikudagur, mars 15, 2006
Í dag hefur allur minn aukatími farið í að sauma scissors keeper en ég fann ókeypis munstur að fullt af slíkum litlum aukahlutum á heimasíðu Drawn Thread. Ég gerði þennan sem heitir Forget-me-not og ég er svakalega ánægð með hann.

Ég átti reyndar ekki 36ct Edinborough Linen en ég átti 32ct Belfast linen í þessum lit sem mælt er með í uppskriftinni, kremlituðu, og ég ákvað að nota það í staðinn. Svo í stað DMC garns ákvað ég að nýta Silk Mori garnið mitt í þetta. Ég notaði meira að segja Silk Mori í cording til að hafa sama lit í festingunni og í skærapúðanum sjálfum. Ég fór í einu og öllu eftir leiðbeiningunum en ég er samt ekki alveg nógu ánægð með bakið, ég hefði mátt vanda mig betur til að fá það jafnara.. Stafirnir og ártalið eru ekki alveg þráðbein en samt ekkert óskiljanleg þannig :-) Ég setti F R og árið 2006 að sjálfsögðu :-) F R er auðvitað Fanný Rósa :-D Það passaði ekki að hafa B þarna með.

Í öðrum fréttum kláraði ég nálarúlluna fyrir Spring Needleroll Exchange á EMS síðunni um helgina. Ég sendi hana af stað í gær og hún kemst vonandi á leiðarenda á innan við viku :-) Svo frétti ég að Becky væri búin að fá Lottóvinninginn sinn :-) Ég saumaði skærapúða fyrir Lottóleikinn á SBEBB og hún vann hann :-) Og er búin að fá hann og sagðist vera ánægð með hann :-) Sem gleður mig mjög því ég var svakalega skotin í honum. Virkilega stollt bara af þeim frágangi og hvernig það kom út.

A scissors keeper

Today all my spare hours have gone into stitching a scissors keeper but I found a free pattern I wanted to do on the Drawn Thread homepage. I made the one called Forget-me-not and I'm so happy with it :-)

I didn't have the 36ct Edinborough Linen that the pattern called for but I did have 32ct Belfast Linen in the color specified, cream, and decided to use that instead. And instead of DMC floss I used Silk Mori. I even used it for the cording to have the same color as the blue in the flowers. I followed the finishing instructions completely but I'm not happy enough with the back (therefor there's no pic :-D), I could've been move attentive to match the sides up better. The initials and year aren't in a straight line but it's not like it doesn't make any sense :-D I used F R and the year 2006 of course :-) F R stands for Fanný Rósa :-) It didn't fit to put B there for my last name.

In other news I finished the needleroll for the Spring Needleroll Exchange on the EMS board this weekend. I sent it off to it's destination yesterday and I'm hoping it will reach it in less than a week. And I also heard that my Lottery entry piece reached it's new owner :-) Becky was the one to get it and she said she liked it :-) I'm glad coz I was really proud of that piece, the finishing and how it turned out overall.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 23:20, | 4 comments

Woodland Grace SAL 3. færsla

Ég var ekki í stuði til að blogga í gær en ég saumaði í Woodland Grace myndinni af því ég þurfti að rekja upp það litla sem ég gerði á mánudag þannig að UFO stykkið sat á hakanum enn einu sinni. En a.m.k. saumaði ég eitthvað og lagaði það sem afvega fór.. Þá er það ekki eftir til að letja mann frá því að vinna í verkefninu :-) Smá Pollíönnuleikur :-D

Woodland Grace SAL 3rd post

I wasn't in any mood to blog last night but I stitched a little on the Woodland Grace project coz I had to frog the little I had done monday night so my UFO piece was ignored yesterday, as happens sometimes. But I at least stitched something and fixed my mistake.. Which means it won't give me an excuse not to stitch on WG next monday :-) I'm trying to be optimistic here :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:23, | 0 comments

Smá montfærsla!

mánudagur, mars 13, 2006

Var þetta góður pakkadagur eða hvað? Jamm, ég held það bara! Ég fékk munstur frá Stoney Creek með kettlingamyndum sem ég pantaði mér um daginn og með því kom Lady Elizabeth Afgan sem ég ætla að sauma kisumyndirnar í :-) Svo var það ekki allt, því ég fékk líka Monthly Bits pakkann frá Stitching Bits and Bobs. Ég get hreinlega baðað mig upp úr garni og flottheitum núna :-)

A little showing off post!

Was this a good mailday or what? Yeah, I think so! I got a Stoney Creek chartbook with the cutest kittens I ordered a couple of weeks ago and with it was a Lady Elizabeth Afghan. I'm so going to make that kitty afghan :-D But that's not all coz I also got my Montly Bits from Stitching Bits and Bobs. I can litterally bathe in flosses and lovelies right now :-)

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 15:08, | 4 comments

24klst áskorun og jólaskraut :-)

sunnudagur, mars 12, 2006
Ég tók þátt í 24hr Challenge á Friends Gather um helgina og eins og seinast ákvað ég að gera jólaskraut fyrir Ornaments with KarenV SAL-ið til að slá tvær flugur í sama högginu. Þetta er svo mikil snilld :-D

Í þetta skiptið saumaði ég mynd sem fór sko beint á listann minn þegar ég renndi í gegnum Just Cross Stitch ornament blaðið þegar ég fékk það. Það er nefnilega Britty Christmas Kitty og er hannað af Brittercup Designs. Ég hef einu sinni áður saumað litla mynd frá þeim og ég er svo skotin í þessum kisum! Þær eru svo sætar og þessi jólakisa er langsætust! :-) Eina vandamálið er að þessi mynd er öll saumuð yfir einn þráð! Þetta er í annað sinn sem ég geri slíkt. Seinast þegar ég gerði svona fékk ég nokkur heilræði frá góðum konum (hérna í komments á blogginu) og ég nýtti mér þau ráð við þetta verkefni. Kærar þakkir þið sem komuð með góð ráð :-D

En já, ég byrjaði á myndinni rétt eftir kl. 3 í gærdag og í gærkvöldi var ég búin með kisuna sjálfa og dökkgræna litinn í trénu. Svo í morgun gafst mér tími til að klára tréð og þar með myndina. En áður en ég settist niður í morgun við saumaskap bakaði ég eitt stykki köku :-D Ég er þvílíkur dugnaðarforkur í dag, þó ég segi sjálf frá :-D

Á meðan ég man, þetta er saumað í 28ct Queen Anne's Lace Hand-dyed Jobelan frá Silkweaver (fannst það vera minna samt!) með WDW garni.

24hr Challenge and Ornament :-)

I participated in the 24hr Challenge on Friends Gather BB again this month and like last time I decided to do the Ornament SAL with the same design. It's such genius! :-D

This time I stitched a design that went straight to my to-do list when I looked through JCS ornament issue when I first got it. The design is Britty Christmas Kitty and is designed by Brittercup Designs. I've done one of their little designs before and these kitties have stolen my heart! They're so cute and the christmas kitty is the cutest one of them all! :-) The only problem was that this design is done over one! This is my second time doing over one stitching and I did enjoy it but it is rather tiresome for the eyes! Last time I stitched over one I asked for advice and got some wonderful comments that were very helpful this time around. I just want to thank you all who gave advice back in january. It helped me a whole lot :-D

So, I started yesterday at around 3 pm and when I retired to bed last night I had done the kitty and the dark green of the tree. And this morning I finished the last bit of stitching :-D But before I sat down to stitch I did manage to bake a cake :-D I feel very accomplished today :-D

Before I forget, the fabric is 28ct Queen Anne's Lace Hand-dyed Jobelan from Silkweaver and the threads are Weeks Dye Works. The fabric felt a lot smaller though!

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 13:03, | 3 comments

Nálarúlluskipti

miðvikudagur, mars 08, 2006
Ég gleymdi að segja frá því í gær að pöntunin mín með dótinu fyrir nálarúlluskiptin á EMS kom í gær (og innihélt aðeins meira en bara það sem vantaði fyrir nálarúlluna :-D). Þess vegna byrjaði ég í dag á þessari margumtöluðu nálarúllu í dag og gekk alveg prýðilega. Ef tekið er með í reikninginn að ég þreif líka í dag (eldhúsið og baðherbergið) og bakaði jógúrtbollur þá stóð ég mig bara vel í dag!

En ef þið viljið vita smáatriðin fyrir blessaða nálarúlluna, þá er ég að sauma hana í handlitað efni frá Silkweaver (elska þennan lit, svo fallegur) með DMC garni og Mill Hill perlum.. Ég hlakka þvílíkt til að geta sýnt ykkur mynd :-D En það gerist ekki núna þar sem ég hef ekki hugmynd hvort manneskjan sem á að fá hana les þetta blogg eður ei. En mikið rosalega er gaman að sauma þetta munstur sem ég valdi, þetta verður geggjað! Sem þýðir bara að ég þarf að panta meira af þessum lit frá Silkweaver og gera eina handa sjálfri mér :-D

Needleroll Exchange

I forgot to post yesterday about the fact that I received my order with the stuff I needed for the needleroll exchange on EMS (which included more than just the missing things for the needleroll :-D) Therefor I started stitching the aforementioned needleroll today and did very well. If you take into account that I cleaned my kitchen and the bathroom today also and made some yoghurt muffins too, today was a big success!

But if you want to know the details of my needleroll project, I'll tell you that I'm doing it on some hand-dyed fabric from Silkweaver (such a beautiful color, I love it) with DMC floss and Mill Hill beads.. I can't wait to be able to show you guys a pic of it :-D But that's not gonna happen now coz I don't know if the person who I'm stitching this for reads this blog or not. But it's such a delight to stitch this design I chose, it's gonna be wild! Which means I need to order some more of that fabric I chose from Silkweavers and do one for myself :-D

Efnisorð: , , ,

 
posted by Rósa at 23:12, | 2 comments

UFO vika 18

þriðjudagur, mars 07, 2006
Ég hálfskammast mín nú, ég saumaði svo lítið í kvöld í þessu verkefni. Svo er myndin sem ég tók alveg ferleg, litirnir eru eitthvað svo skrýtnir... En myndavélin heimtar meira blóð (eða batterí, annað hvort).. En já, ég saumaði aðeins í UFO stykkinu í dag, ég fattaði að ég gleymdi því í seinustu viku, en hvað ég gerði í staðinn man ég ekki. Ætli það hafi nokkuð verið merkilegt þá :-)
Ég saumaði aðeins í kaktusnum þarna sem er að birtast.

UFO week 18

I'm a little embarrassed for how little I did on this project tonight. And the photo I'm presenting you is so terrible, the colors are a bit off.. It's because the camera is working on limitied funds and demands more blood (or batteries, one or the other).. But, yeah, I worked a little on my UFO today, I just realized I forgot about it last week, but what I did instead I'm not sure of. I guess it wasn't that important then :-)

The limited stitching today was solely concentrated on the cactus that is forming there.

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 23:14, | 1 comments

Woodland Grace SAL 2. færsla

mánudagur, mars 06, 2006
Við Sonja vorum búnar að sammælast um að mánudagar yrðu uppfærsludagar fyrir Woodland Grace myndina frá Mill Hill sem við erum báðar að sauma. Ég saumaði aðeins í henni í gær og svo í dag líka, samt var mest gert í dag. Í gær gerði ég þetta rauða sem ekki var búið seinast þegar ég setti inn mynd og í dag gerði ég hina litina í kjólnum og svo rammann utan um myndina. Það gengur bara alveg ágætlega með þessa mynd og ég er ágætlega sátt við hana :-) Hún á eftir að vera voða falleg :-D


Woodland Grace SAL part 2

Sonja and I had decided to post progress reports on mondays on this SAL we're doing together. It's one of the Mill Hill kits I bought off of eBay before christmas. I worked on it a little yesterday, doing the red in the dress I hadn't done before when I posted a pic and today I did the rest, the border and the colors in the bottom of the dress. I think this project is going very well and I'm pleasantly happy with it :-) It's going to be very pretty once it's done :-D

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 21:42, | 1 comments

Margaret Sherry SAL - Svanurinn

sunnudagur, mars 05, 2006
Viti menn ég stóðst eitt takmarkið frá í seinasta mánuði núna :-) Kláraði blessaðan svaninn sem var í biðstöðu svo lengi hjá mér. Nú er ég barasta búin með 50% af herlegheitunum! Það er nú nokkuð :-D
Ég er bara virkilega ánægð með stykkið :-)

Margaret Sherry - The Swan

What do you know, I finished one of my goals for last month today :-) It's the swan from the 12 days of Christmas as visioned by Margaret Sherry. It's been on hold so long and it's finally done! I'm now halfway done and so proud of myself :-)

Efnisorð:

 
posted by Rósa at 22:19, | 5 comments

Needleroll Exchange from Russia!

laugardagur, mars 04, 2006
Ok, I'm blogging from Photobucket coz Blogger isn't really co-operating right now. I've been waiting for ages to be able to post this picture and Blogger just times out on me. Very frustrating! But I've seen that Linda has been able to post using Photobucket so here's my first try at that :-)

I wasn't really expecting a needleroll to arrive so soon in this exchange but my partner mailed it out as soon as the names had been mailed out so I'm fortunate enough to be the first to receive her gift :-D Isn't it pretty?

My gifter's EMS name is Owl and she's from Russia (like I said in the title :-D) and the pattern is a traditional russian pattern and it's so pretty and well done. I love everything about this needleroll and to think this is a first effort at making a needleroll! Owl said she'd never made one before... I would've thought she'd done this before.. She was really kind and also sent me a small cross stitch kit with a kitty in a tree :-) It's a DMC Russia kit and very nice. And to think that I haven't even started my needleroll for this exchange!

Well, I have chosen a design and the fabric for it. I did have to order some stuff so that's on it's way (hopefully I'll get it soon after the weekend) and then I can start stitching.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 00:27, | 6 comments

Johari og Woodland Grace SAL

miðvikudagur, mars 01, 2006
Ég vil endilega sýna árangur minn í Woodland Grace SAL-inu.

Ég hef ekki margt að segja en ég er búin að hafa það afskaplega gott í dag eftir vinnu, sat og saumaði soldið og ákvað að monta mig smá :-)

Svo sá ég svona Johari glugga hjá Outi og reyndar fleirum og langaði að prufa :-) Endilega segið ykkar álit á hverjir eru mínir eiginleikar.

Johari and Woodland Grace SAL

I don't have much to say but I've had a great relaxing time after work today, I just sat and stitched and decided I'd show it off :-)

And I saw these Johari windows on Outi's blog and all over and wanted to try it :-) Please voice your opinions on my Johari.

Efnisorð: ,

 
posted by Rósa at 18:29, | 0 comments

Afmælisgjöf

Ég veit ekki hvort ég á að vera að sýna þetta hér, ég veit ekki betur en að vinkona mín viti af þessari síðu. Samt er það svo að þessi afmælisgjöf er ansi seint á ferðinni! Ég læt myndina bara fljóta...

Ég var búin að ákveða í lok desember að sauma þessa ákveðnu mynd handa vinkonu minni. Þetta er Janúar Nálarúlla frá Victoria Sampler og ég pantaði hana vitandi að hún myndi sennilega ekki ná hingað í tíma. Sem og gerðist, ég fékk þessa pakkningu í hendurnar stuttu eftir afmælið, í lok janúar. Ég byrjaði fljótlega á henni en það sem hefði getað verið auðvelt og skemmtilegt verkefni varð ansi langan tíma að fæðast. Ég held að það hafi verið bæði tímaleysi og svo þreyta. En það var alls ekki leiðinlegt að sauma í henni, bara ég vildi að ég hefði getað sest almennilega niður og unnið í henni, ekki að þurfa að gera þetta á hlaupum.

Alla vegana, ég kláraði stykkið í gærkvöldi rétt eftir miðnætti og þetta er því fyrsta klárið í mars! Það eina sem var gert í mars var samt afturstingurinn í afmælisdeginum :-) Ég á enn eftir að ákveða hvort þetta verður að alvöru nálarúllu (vinkona mín er ekki saumakona) eða hvort ég ramma þetta inn.

Birthday present

I'm not quite sure I should post this pic here coz I'm not sure my friend reads this site or not. Still, this is a very belated birthday present so she really deserves to see it if she visits here!

I had decided at the end of december to stitch this design for my friend so I ordered it knowing it probably wouldn't make it here before her birthday. It's the January Needleroll from Victoria Sampler. And it didn't but I started it shortly after I got it but what promised to be an easy and fun stitch dragged on for ages. Mostly because of lack of time to stitch and my tiredness. I did like stitching it, I just wish I could've sat down and stitched instead of doing it on the run almost.

Anyway, I finished it last night shortly after midnight which makes this my first HD in March! The only thing that was done in March though was the backstitching in the birthdate :-) I haven't decided if this is going to become a proper needleroll or if I'll frame it for my friend. She's not a stitcher, you see.

Efnisorð: , ,

 
posted by Rósa at 08:44, | 3 comments